Nýr aðstoðarþjálfari mfl kvenna

Edda Garðarsdóttir skrifaði í gær undir 2 ára samning við Val sem aðstoðarþjálfari mfl kvenna í knattspyrnu.

Eddu þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum en hún lagði knattspyrnuskóna á hilluna í sumar eftir fjöldamörg ár og fleiri hundruð leiki með félags og landsliðum.

Edda mun einnig sjá um styrktarþjálfun hjá félaginu og okkur hjá Valur.is langaði að forvitnast aðeins um hvernig hún væri stemmd fyrir nýjum og spennandi verkefnum á sviði knattspyrnunar.

Aðspurð sagðist Edda vera mjög spennt fyrir þessum nýja kafla í sínu lífi. Mér líst alveg gríðarlega vel á þetta starf, aðstaðan á Hlíðarenda er frábær og sannarleg mjög mikill efniviður í þeim hóp sem er hjá félaginu og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni. Vonandi tekst mér að miðla einhverju af þeirri reynslu sem að ég hef öðlast í gegnum tíðina til stelpnana og gera þennan góða hóp enn betri.

Við bjóðum Eddu velkomna til starfa og væntum mikils af samstarfinu við hana á komandi árum.