U-17 ára landslið Íslands

U-17 ára landslið Íslands í knattspyrnu hélt til Rússlands í september og spilaði í sínum riðli í Evrópukeppninni þar. Tveir Valsmenn, þeir Darri Sigþórsson og Sindri Scheving voru lykilmenn í þessu liði sem sló svo sannarlega í gegn.

Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu erfiðan riðil og tryggðu sér þar með rétt til að leika í milliriðlum í vor.
Leikið var í Volgograd í Rússlandi og var spilað við Azerbadjan, Slóvakíu og ríkjandi Evrópumeistara í þessum aldursflokki, Rússa.
Leikurinn við Azera var fyrst á dagskrá og eftir hörkuleik stóðu liðin uppi jöfn 3-3 þar sem Darri Sigþórsson skoraði eitt af mörkum Íslands.
Þá var leikið við Slóvakíu og vannst frábær sigur 4-2 eftir að Slóvakar höfðu verið yfir í hálfleik 1-2.
Lokaleikurinn var við Rússa, heimamenn og fyrir fullum velli unnu Íslendingar stórkostlegan sigur 2-1 sem fáir höfðu átt von á.
Það er víst ekki á hverjum degi sem íslenskt landslið vinnur Rússa í fótbolta. 

Við óskum drengjunum auðvitað til hamingju með þennan frábæra árangur.