Donni ráðin aðstoðarþjálfari Vals

Halldór Sigurðsson (Donni) hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val.

Donni hóf þjálfaferil sinn ungur að árum þegar hann varð yfirþjálfari yngri flokka hjá Tindastól árið 2007. Tveimur árum síðar varð hann yfirþjálfari Knattspyrnuskóla ÍA á Akranesi og tók síðan við sem yfirþjálfari yngri flokka Vals frá 2010-2011. Donni sem hefur náð eftirtektaverðum árangri sem þjálfari tók við liði Tindastóls í júní 2011 sem þá var í 2.deild og leiddi þá til sigurs í deildinni. Hann hélt síðan áfram þjálfun liðsins í 1.deild 2012-2013 með afburða árangri. Sem leikmaður lék Donni 98 leiki í deild og bikar með Tindastól, Víking og ÍA.

Donni er með UEFA A gráðu frá KSÍ og er íþrótta - og heilsufræðingur að mennt og kennir íþróttir og sund við Hvaleyraskólann í Hafnarfirði.  Donni er með efnilegustu  þjálfurum á Íslandi í dag enda voru mörg lið sem höfðu áhuga á að fá hann til starfa. Það er okkur Valsmönnum mikið gleðiefni að hafa fengið Donna í Val og væntum við mikils af samstarfinu við hann.