Íþróttaskóli Vals búinn árið 2013, snýr aftur í janúar 2014

Íþróttaskóli Vals lauk 12 skipta námskeiði um liðna helgi. Alls voru um 50 börn á leikskólaaldri skráð skólann sem tókst mjög vel. Nýtt námskeið hefst í Janúar 2014.

Íþróttaskólinn er hugsaður sem gæðastund hjá foreldrum og börnum þar sem börnin læra grófhreyfingar og leiki með það að markmiði að auka hreyfiþroska þeirra. Jafnframt læra börnin að leika í hóp, fara í röð og hlusta á fyrirmæli kennarans. Börnin syngja Valssöngva og læra hvað það er gaman að Valsari. Börnunum er skipt í tvo hópa, eldri og yngri. Í hverjum tíma er tekin upphitun, farið í þrautabraut og loks ýmist stöðvaþjálfun eða skemmtilegir leikir.

Skólastjóri Íþróttaskóla Vals er Ragnar Vignir sem sér um eldri hóp og er Sigrún Brynjólfsdóttir sér um yngri hópinn. Til aðstoðar eru leikmenn 3.flokks í handbolta kvenna.