Valsmenn standa sig vel í Svíþjóð!

Ungur og efnilegur hópur Valsmanna hélt til Svíþjóðar annan jóladag. Þeim var boðið að taka þátt á Norðurlandameistaramótinu í handbolta, Norden Cup. Drengirnir eru í 5. Flokki í Val, fæddir árið 2000. Norden Cup er handboltamót þar sem meistarar Norðurlandanna mætast. Mótið er haldið árlega í Gautaborg, Svíþjóð.

Valsmenn hafa leikið mjög vel á mótinu og voru í þann mund að tryggja sér sæti í undanúrlitum eftir sigur á norska liðinu IFK Kristianstad í æsispennandi leik sem endaði 21-20 fyrir Val. Þess má geta að ekkert íslenskt lið hefur náð þessum árangri á Norðurlandameistaramótinu áður.

Búið að ganga vonum framar

Valsmenn byrjuðu á því að sigra norska liðið Ski IL Håndball 21 - 19 á föstudaginn. Laugardagurinn reyndist hinsvegar erfiður þegar Valur hlaut í lægra, á móti sænsku meisturunum IFK Skövde, 14 - 21. Seinna sama dag tryggðu Valsmenn sér sæti í 8 liða úrslitum með því að vinna sænska liðið VästeråsIrsta HF.

I morgun mættu Valsmenn svo norska liðini IFK Kristianstad í æsispennandi leik sem endaði 21-20 fyrir Val sem höfðu þó verið undir allan tímann.

Seinna í dag munu Valsmenn mæta norska liðinu Naerbö IL í undanúrslita leik (UPPFÆRT) Valsmenn sigruðu Naerbö og eru því komnir í úrslit.

Menn sem þekkja aðstæður

Valsmenn hafa öflugt teymi á bakvið liðið en þjálfarar hópsins eru þeir Maksim Akbachev og Óskar Bjarni Óskarsson sem ætti nú að kunna það vel að fara með lið á stórmót.