Tvær efnilegar skrifa undir samning við handknattleiksdeild Vals

27 stelpur eru að æfa í 3.flokki kvenna og stillum við upp tveimur liðum þar. Stelpurnar eru mjög áhugasamar, æfa vel og hafa metnað til að bæta sig og ná langt. Þetta eru stelpur sem vonandi á komandi árum munu taka við keflinu og spila með meistaraflokki félagsins. Það er markmið Vals að hlúa vel að þessum góða fjölda og hafa nú þegar margar af þeim staðið sig vel á æfingum í meistaraflokknum. Nú eru fjórar úr þessum hóp á samning og ætlunin er að fjölga þeim hóp á næstunni. Tvær stúlkur hafa nú heillað Stefán þjálfara og hafa skrifað undir samning við félagið, þetta eru þær Margrét Vignisdóttir og Jónína Líf Ólafsdóttir.


Jónína Líf kom í Val í fyrra eftir að hafa spilað í yngri flokkunum hjá Gróttu, hún er miðja og vinstri skytta með góða skothönd, mjög efnileg skytta þar á ferðinni.


Margrét Vignisdóttir er ein úr þeim flotta hópi sem byrjaði að æfa í Val á eldra ári í 5.flokki en þá komu um 14 nýjar stelpur á æfingu hjá Siguróla þjálfara og þær eru enn að æfa og standa sig vel. Margrét er fjölhæfur leikmaður sem spilar nánast allar stöður, miðju, vinstra horn og línu. Hún er góður varnarmaður, æfir mjög vel og hefur tekið miklum framförum.

Vonandi og væntanlega bætast fleiri stelpur úr 3.flokknum sem fá samning hjá Val

Við óskum stelpunum til hamingju með þennan áfanga

 

3.flokkur samningur.jpg