Andlát: Helgi Daníelsson

Helgi Daníelsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, lést á Sjúkrahúsi Akraness í gær, 81 árs að aldri. Hann var Landsliðsmarkvörður í knattspyrnu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og lék 25 landsleiki.

Helgi lék knattspyrnu með Val og ÍA og var markvörður í hinu fræga gullaldarliði Skagamanna og varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum.

Knattspyrnufélagið Valur sendir aðstandendum hans samúðarkveðjur.