Sumarnámskeið Vals

Knattspyrnuskóli Vals fer í gang þann 10.júní.

Í boði verða 6 námskeið og mun kosta 8.000 kr. á hvert þeirra fyrir utan það fyrsta sem er aðeins lengra og kostar 12.500kr.  Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára og eru frá kl.9:00-12:00 alla virka daga.  Gæsla er í boði á milli 8:00 og 9:00. Einnig verður hægt að skrá börn í sumarbúðir í borg eftir hádegi og þá eru börnin ósjálfrátt skráð í mat og fá heitan hádegismat. Ef barn hefur ekki áhuga á sumarbúðum þá stendur til boða að kaupa hádegismat sér, hádegismatur kostar 1.000 krónur fyrir hvern virkan dag.

Námskeið, verð og tímar eru sem hér segir;

Námskeið I         10. -20.júní         verð 12.500 eða 25.000 með sumarbúðum í borg

Námskeið II       23. -27.júní         verð 8.000 eða 16.000 með sumarbúðum í borg

Námskeið III      30.júní -4.júlí     verð 8.000 eða 16.000 með sumarbúðum í borg

Námskeið IV      7. -11.júlí             verð 8.000 eða 16.000 með sumarbúðum í borg

Námskeið V       14. -18.júlí           verð 8.000 eða 16.000 með sumarbúðum í borg

Námskeið VI      21. -25.júlí           verð 8.000 eða 16.000 með sumarbúðum í borg

 

Sumarbúðir í borg hefjast 10.júní.

Sumarbúðir í borg verða í boði í ár líkt og venjulega. Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulaginu þannig að búðirnar eru fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára en ekki 6-10 ára líkt og undanfarin ár. Hægt verður að skrá barnið í heilan dag eða bara eftir hádegi. Hádegismatur er ekki innifalinn ef barn er skráð eftir hádegi, nema barnið sé í knattspyrnuskólanum fyrir hádegi. Námskeiðin eru frá 9:00-16:00 en gæsla er í boði á milli 08:00-09:00 og 16:00-17:00.

Námskeið, verð og tímar eru sem hér segir;

Námskeið I         10. -20.júní         verð 25.000 eða 12.500 eftir hádegi

Námskeið II       23. -27.júní         verð 16.000 eða 8.000 eftir hádegi

Námskeið III      30.júní -4.júlí     verð 16.000 eða 8.000 eftir hádegi

Námskeið IV      7. -11.júlí             verð 16.000 eða 8.000 eftir hádegi

Námskeið V       14. -18.júlí           verð 16.000 eða 8.000 eftir hádegi

Námskeið VI      21. -25.júlí           verð 16.000 eða 8.000 eftir hádegi

 

Hægt verður að kaupa hádegismat sér og kostar hann þá 1.000 krónur fyrir hvern virkan dag.

Allar skráningar fara fram í gegnum skráningarkerfið nóra og má finna aðgang að því á heimasíðu félagsins. Veittur er 10% systkynaafsláttur en ekki er hægt að nota frístundarkort til að greiða fyrir námskeiðin. Einnig er hægt að haka við að fá greiðsluseðil og mun hann þá birtast í heimabanka viðkomandi.