Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda fer fram í Reykjavík dagana 18.-23. maí. Keppt verður í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli, handknattleik í Laugardalshöll og knattspyrnu á Þróttaravelli.

Valur á tvo fulltrúa í Reykjavíkurúrvali í handknattleik en það eru þær Sigríður Birta Pétursdóttir og Auður Ester Gestsdóttir.

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda hefur verið haldið árlega frá árinu 1948. Reykjavík tók fyrst þátt í leikunum árið 2006 í Helsinki og er nú í annað sinn gestgjafi mótsins. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd mótsins fyrir hönd Reykjavíkurborgar í samvinnu við íþróttafélögin í Reykjavík.

Keppt er í þremur íþróttagreinum á mótinu; knattspyrnu drengja, handknattleik stúlkna og frjálsum íþróttum drengja og stúlkna. Þátttakendur koma frá Helsinki, Kaupmannhöfn, Osló og Stokkhólmi auk Reykjavíkur. Hver borg er skipuð 47 manna hópi; 41 unglingur á aldrinum 13-14 ára, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar. Hóparnir gista á Farfuglaheimilinu í Laugardal. Reykvísku unglingarnir koma úr 17 grunnskólum í Reykjavík og 8 íþróttafélögum. 

Þjálfari Reykjavíkurúrvals í handknattleik er Hafdís Ebba Guðjónsdóttir íþróttakennari. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Lena Margrét Valdimarsdóttir

Fram

Háleitisskóli

Berglind Björnsdóttir

Fylkir

Árbæjarskóli

Hrafnhildur Irma Jónsdóttir

Fylkir

Árbæjarskóli

Margrét Einarsdóttir

Fylkir

Norðlingaskóli

Hrefna Sæmundsdóttir

Fylkir

Árbæjarskóli

Harpa Lind Róbertsdóttir

ÍR

Seljaskóli

Sigríður Birta Pétursdóttir

Valur

Hlíðaskóli

Auður Ester Gestsdóttir

Valur

Hlíðaskóli

Sara Sif Helgadóttir

Fjölnir

Vættaskóli

Sara Dögg Hjaltadóttir

Fjölnir

Vættaskóli

 

Dagskrá leikja í handknattleik er eftirfarandi:

Mánudagur 19. maí

11:00  Stokkhólm - Kaupmannahöfn

12:15   Reykjavik-Osló

13:45  Kaupmannahöfn - Helsinki

 

Þriðjudagur 20. maí

10:45 Osló-Stokkhólm

12:00 Helsinki-Reykjavík

 

Miðvikudagur 21. maí

10:45  Kaupmannahöfn-Reykjavík

12:00  Helsinki-Osló

 

Fimmtudagur 22. maí.

11:30 Reykjavík-Stokkhólm

14:00 Osló-Kaupmannahöfn

15:15 Stokkhólm-Helsinki