Nýr formaður Vals

Nýr formaður var kjörinn á aðalfundi Vals þann 8 maí, Björn Zoëga. Björn tekur við af Herði Gunnarssyni sem hafði verið formaður sl fjögur ár og setið í stjórnum félagsins í tæp 28 ár. Herði voru þökkuð mikil og góð störf fyrir félagið.

Björn þekkir störf Knattspyrnufélagsins Vals vel en hann hefur verið virkur í starfi félagins undanfarin ár. Einnig er gaman að segja frá því að bæði afi og faðir Björns gengdu einnig formannsembætti Vals í fyrri tíð.

Þeir sem voru kjörnir í aðalstjórn félagsins eru eftirtaldir:

Arnar Guðjónsson
Jón Gunnar Bergs
Hafrún Kristjánsdóttir
Hera Grímsdóttir
Smári Þórarinsson.

Síðan einnig:
E. Börkur Edvardsson, formaður Knattspyrnudeildar
Ómar Ómarsson, formaður Handknattleiksdeildar
Svali Björgvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar
Guðmundur Breiðfjörð, formaður stjórnar Barna- og unglingasviðs.