Vorhappdrætti Vals - þakkir

"Fyrir hönd Barna-og unglingaráðs Vals vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu börnum, foreldrum, þjálfurum og öðrum góðvinum og styrktaraðilum Vals fyrir frábæran stuðning og frábæra sölu í nýloknu Vorhappdrætti Barna-og unglingasviðs. Það var dregið úr hátt í 1.400 seldum miðum sem skilaði tæpum 2.2 milljónum inn í sviðið upp í 3.2 milljóna gat. Þetta skiptir barna- og unglingastarfið gríðarlega miklu máli og við getum ekki þakkað ykkur öllum nóg fyrir. Sérstaklega vill ráðið þakka íþróttafulltrúa Vals, Viðari Bjarnasyni fyrir hans miklu og góðu vinnu en Viðar hélt utan um happdrættið frá a-ö. Það er von okkar í ráðinu að endurtaka leikin á næsta ári og byrja fyrr. Næsta verkefni ráðsins er að finna styrktaraðila með lógó á búninga barnanna til að loka gatinu alveg. Allir fjármunir sem safnað er fara beint aftur í barna og unglingastarfið þar sem við erum nú loksins rekin sem sérdeild innan Vals.

 

Með kærri Valskveðju,

Guðmundur Breiðfjörð

Formaður Barna-og unglingaráðs Vals.