Þór Hinriksson ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna

Þór Hinriksson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu út tímabilið, hann tekur við starfinu af Helenu Ólafsdóttur.
Þór hefur víðtæka reynslu af þjálfun hjá Val sem og annarsstaðar og var hann m.a. aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla þegar liðið varð bikarmeistari 2005 og Íslandsmeistari 2007. Hann hefur sótt menntun bæði hér heima og í Hollandi og starfaði um tíma hjá akademíu hollenska liðsins Heracles Almelo.

Edda Garðarsdóttir verður áfram aðstoðarþjálfari Vals.