Valur Íslandsmeistari í 5.flokki 1964 - 50 ára afmæli

Þann 20. ágúst næstkomandi verða liðin 50 ár síðan Valur og ÍA léku úrslitaleik í Íslandsmóti 5. flokks á Melavellinum í Reykjavík.

Leikurinn fór fram þriðjudaginn 20. ágúst og var hörkuspennandi en honum lauk með sigri Vals 2-0 og skoraði Tryggi Tryggvason bæði mörkin.

Titillinn er merkilegur fyrir þær sakir að hann var fyrsti Íslandsmeistartitill allra leikmanna (af mörgum hjá sumum þeirra) og ekki síður fyrir það að þarna varð lið sem Róbert Jónsson þjálfaði í fyrsta skipti Íslandmeistari. Valsliðið varð einnig Reykjavíkur og haustmeistari í 5. fl. A þetta sama ár.
Róbert fylgdi þessum hópi síðan áfram upp í 2. flokk og vann liðið marga titla undir hans stjórn.

Af þessu tilefni munu leikmenn og þjálfari 5.flokks karla í knattspyrnu frá árinu 1964 vera heiðursgestir á leik Vals og Stjörnunnar sem fram fer þann 15.ágúst klukkan 18:30.