Hildur Antonsdóttir og Laufey Björnsdóttir skrifa undir tveggja ára samninga við knattspyrnudeild Vals

Þær Hildur Antonsdóttir og Laufey Björnsdóttir hafa skrifað undir tveggja ára samninga við knattspyrnudeild Vals. Báðir leikmenn hafa spilað síðustu ár með Val og er fagnaðarefni að þær haldi áfram að spila með félaginu. 

Hildur Antonsdóttir er 19 ára miðjumaður sem á að baki 73 leiki og 12 mörk með Val í deildar- og bikarkeppnum. Hildur lék 15 leiki með Val í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim 6 mörk.  Hildur á að baki fjölda leikja með U-17 og U-19 landsliði Íslands.

Laufey Björnsdóttir er 25 ára fjölhæfur leikmaður sem á að baki 61 leik með Val í deildar- og bikarkeppnum. Laufey lék 18 leiki með Val í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Laufey kom til félagsins árið 2011. Laufey á líka fjölda landsleikja með U-17 og U-19 landsliðum Íslands.

Frekari tíðinda af leikmannamálum meistaraflokks kvenna er að vænta á næstu vikum.