17 fréttir fundust fyrir febrúar 2015

"Allt flott í kringum liðið," Tómas Óli Garðarsson kominn í Val

Sóknartengiliðurinn Tómas Óli Garðarsson hefur gengið til liðs við Val frá Blikum. Tómas er 21 árs, hefur leikið 72 meistaraflokksleiki og hefur auk þess verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Tómas skrifar undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild. Tómas styrkir Valsmenn verulega. Lesa meira

Dósa og jólatrjáasöfnun Vals – uppgjör.

Þá er uppgjöri lokið í stóru dósa- og jólatrjáasöfnun barna og unglinga í Val sem fram fór 10 janúar. Lesa meira

Olísdeildin Valur-Fram í kvöld.

4.2.2015 Góð skemmtun í kvöld í Vodafonehöllinni, fyllum stúkurnar og styðjum okkar menn sem eru í fyrsta sæti í Olísdeildinni. Lesa meira

Getraunaleikur 66°NORÐUR og Vals

Vorleikur getraunaleiks 66°NORÐUR og Vals hefst á morgun laugardag. Lesa meira

Leiknir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins

Það verða Leiknir og Valur sem leika til úrslita í Reykjavíkurmóti KRR en þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleikina. Þessi félög mætast í úrslitaleiknum á morgun, mánudaginn 9. febrúar, í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 19:00. Í fréttinni er létt upphitunarmyndband. Lesa meira

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar 2015 í knattspyrnu karla

Valsmenn eru Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla árið 2015. Strákarnir unnu Leikni 3-0 í úrslitaleik og það spilandi manni færri í um 55 mínútur. Skemmtilega heimildamynd um leikinn má sjá í fréttinni. Lesa meira

Fylkir-Valur, Coca-cola bikar kvenna

Í kvöld, 11.febrúar, mætast Fylkir og Valur í Coca-cola bikar kvenna í handbolta. Leikurinn fer fram í Fylkishöllinni og hefst á slaginu 19:30. Mætum í Árbæinn og öskrum stelpurnar áfram, við ætlum að eiga karla og kvennalið í höllinni! Þeir sem mæta á völlinn í kvöld fá frítt á næsta heimaleik Vals. Lesa meira

Valsfögnuður 14.febrúar

Nú er heldur betur komið að því sem allir eru búnir að vera bíða eftir. Þann 14. febrúar næstkomandi, á sjálfan Valentínusardaginn, ætlum við í Meistaraflokki kvenna Vals að halda Valsfögnuð. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna urðum við að hætta við hinn árlega nýársfögnuðinn okkar, en við komum tvíefldar til baka og stefnum á að vera með flottasta viðburð Vals fyrr og síðar. Lesa meira

FH-VALUR Í KVÖLD 12.FEB. KL.19:30

Það er nóg að gera að vera stuðningsmaður Vals þessa dagana. Í kvöld mætast FH og Valur í Kaplakrika kl: 19:30. Mætir þú ekki ? Lesa meira

Valur - FH Olísdeild karla

Í kvöld mætast Valur og FH í Olísdeildkarla í handknattleik. Leikurinn fer fram í Vodafonehöllinni og hefst klukkan 19:30. Við hvetjum alla Valsara til að berjast í gegnum snjóinn og sýna FH-ingum hvernig alvöru stuðningsmenn eru. Lesa meira

Undanúrslitaleikur í Reykjavíkurmótinu

Valur varð á dögunum Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki karla eftir góðan sigur á Leikni. Nú er komið að stelpunum að leika sinn útslitaleik. Valskonur leika gegn Þrótti fimmtudaginn 19. febrúar, leikið er í Egilshöll og hefst leikurinn kl 20:45. Lesa meira

Valur gegn FH pistill

Ritarinn er vanur því að fara flestra sinna ferða á tveimur jafnfljótum. En hún var óvenjulega seinfær leiðin milli heimilis og Hlíðarenda að þessu sinni. Lesa meira

Briddsmót Vals 2015

verður haldið fimmtudaginn 5.mars 2015 klukkan 19.30. Lesa meira

HK-Valur í kvöld 19.2 Olísdeild kk.

Nú eru það HK menn sem taka á móti okkur í kvöld í Hafnarfirðinum ....... komdu á leikinn !! Lesa meira

Bikarhelgin í handboltanum - miðasala

Ertu búin að kaupa þér miða í Valsheimilinu ? veislan byrjar á fimmtudaginn ....... Styrkjum Val, strákana og stelpurnar í höllinni um helgina. Lesa meira

Valsmenn mæta FH í dag og Valskonur í úrslit Coca-Cola bikarsins sjötta árið í röð.

Strákarnir mæta FH í dag kl 17:15 og Valsstelpur tryggðu sér í gær sæti í úrslitaleik Coca-Cola bikarkeppni með sigri gegn Haukum í hörkuspennandi og bráðskemmtilegum undanúrslitaleik, 22-20. Lesa meira

Kaffi, pizza og andlitsmálning í Valsheimilinu kl.12:00

Komið í Valsheimilið kl 12:00 í dag í létt spjall og kaupið miða á úrslitaleikinn. Við bjóðum upp á andlitsmálningu og pizzur. Frítt í rútu á leikinn en hún leggur af stað 12:45 frá Hlíðarenda í höllina. Komdu í höllina með okkur að hvetja stelpurnar. Lesa meira