"Glæsilegur hópur, flottir leikmenn," Andri Adolphsson til liðs við Val

Andri Adolphsson, 23 ára gamall sóknartengiliður er genginn til lið við Val frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Andri skrifar undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Andri spilað 97 meistaraflokksleiki og skorað í þeim sex mörk. Andri, sem er jafnfættur, getur spilað hvar sem er á miðju auk þess að spila í framlínunni.

Andri á að baki nokkra unglingalandsliðsleiki:
U-19: 3 leikir, 1 mark
U-17: 4 leikir

Knattspyrnudeildin sér Andra sem góða viðbót við ungan og spennandi leikmannahóp og væntir mikils af honum á næstu árum.