Fyrsta flokks veislu, ráðstefnu, tónleika-og fundaraðstaða.

 

Knattspyrnufélagið Valur býður uppá fallega veislusali við miðbæ Reykjavíkur. Salina er hægt að að sníða að þörfum hvers og eins og því fullkomnir fyrir stóra jafnt sem smáa viðburði. Við höfum mikla reynslu af viðburðarhaldi og henta salirnir okkar vel í:

  • Árshátíðir
  • Jólahlaðborð
  • Brúðkaup
  • Fermingarveislur
  • Afmælisveislur
  • Starfsmannafögnuðir
  • Erfidrykkjur
  • Ráðstefnur
  • Námsskeið
  • Tónleikar o.s.frv.

Allir salir á okkar vegum eru með einfalt hljóðkerfi (fullkomið fyrir ræður og fyrirlestra), skjávarpa, sýningartjald, þráðlausa hljóðnema, borð og stóla, allt eftir umfangi og sniðið að þörfum hvers og eins. Þá erum við með fullkomna veitingaaðstöðu og eldhús á staðnum. Einnig erum við með svið, ræðupúlt og fatahengi svo fátt eitt sé nefnt. Gott hjólastólaaðgengi er í húsnæðinu og næg bílastæði.

Fyrir bókanir og fyrirspurnir er hægt að senda tölvupóst á veislur@valur.is  og fá nánari upplýsingar um aðstöðuna og verð.

 

Myndir 

utleiga.jpg

Myndband frá viðburði í höllinni