25. janúar

Benni til Noregs

Benedikt Gunnar Óskarsson hefur gert tveggja ára samning við norska liðið Kolstad frá næsta sumri að telja. Benni er uppalinn á Hlíðarenda og með Valsblóð af bestu sort í æðum. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
14. júlí

Alexander Petersson að Hlíðarenda

Alexander Petersson hefur skrifað undir eins árs samning við Val en hann lék síðast með MT Melsungen í Þýskalandi áður en hann tók sér svo árs frí frá handbolta. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
23. júní

Anton heim að Hlíðarenda

Anton Rúnarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Vals og tekur við því kefli af Óskari Bjarna Óskarsyni sem ráðinn var á dögunum aðalþjálfari meistaraflokks karla. Anton mun einnig vera annar tveggja aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki og verður þar með hluti af teymi þeirra Óskars og Björgvins.

Lesa meira
9. júní

Fyrirliðinn framlengir

Hildur Björnsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Hildur mun leika með liðinu út tímabilið 2025 hið minnsta.

Lesa meira
26. maí

Hafdís semur við Handknattleiksdeild Vals

Hafdís Renötudóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val og mun leika með liðinu út tímabilið 2025. Hafdís kemur til félagasins frá Fram en þar hefur hún leikið frá árinu 2019 að frátöldum tíma hjá Lugi árið 2020.

Lesa meira
25. maí

Thea framlengir samning sinn við Val

Thea Imani Sturludóttir hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Vals til tveggja ára eða út tímabilið 2025. Thea hefur verið einn af máttarstólpum liðsins undanfarin ár á báðum endum vallarins eftir að hafa komið til félagsins frá Århus.

Lesa meira
25. maí

Sjö strákar úr Val í U15 og þrír í U16

Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfarar U15 ára landsliðs drengja í handbolta völdu á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga helgina 2. - 4. júní næstkomandi. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
25. maí

Lovísa til baka í kvennalið Vals í handbolta

Lovísa Thompson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Vals eða út tímabilið 2025. Lovísa fór út til Danmerkur síðasta sumar en meiðsli á hásin hafa haldið henni frá handboltavellinum bróðurpart vetrarins.

Lesa meira
24. maí

Arna, Ásrún, Ásthildur og Guðrún Hekla valdar í U17

Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Björnsson þjálfarar U17 ára stúlkna í handbolta völdu á dögunum hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt í EM í Svartfjallalandi 2. - 14. ágúst. Til undirbúnings leikur liðið vináttuleiki gegn Færeyingum ytra dagana 9. - 12. júní.

Lesa meira
24. maí

Daníel og Þorvaldur valdir í U19 í handbolta

Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson, þjálfarar U19 landsliðs drengja i handbolta völdu á dögunum hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt í HM í Króatíu í ágúst. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
20. maí

Valur Íslandsmeistari kvenna í handbolta 2023

Kvennalið Vals í handbolta varð í dag Íslandsmeistari í handbolta eftir 23-25 sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um titilinn sem fór fram í Vestmannaeyjum. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
16. maí

Úrslitadagur yngri flokka í handbolta á fimmtudag

Úrslitadagur yngri flokka í handbolta verður haldinn fimmtudaginn 18. maí í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal. Valur á þrjú lið sem spila til úrslita og ríður fjórði flokkur karla yngra ár á vaðið klukkan 10:00 þegar þeir etja kappi við FH.

Lesa meira
15. maí

Olís deild kvenna úrslit: Valur - ÍBV þriðjudag kl. 18:00

Valur tekur á mót ÍBV þegar liðin mætast í annarri viðureign liðann í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna í handknattleik þriðjudaginn 16. maí. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda klukkan 18:00 (ath. breyttan leiktíma) og hvetjum við stuðningsfólk til að fjölmenna.

Lesa meira
15. maí

Oggi til HF Karlskrona

Þorgils Jón Svölu Baldursson hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska félagið HF Karlskrona.Þorgils Jón eða Oggi eins og flestir þekkja hann hefur verið lykilmaður í velgengni Valsliðsins undanfarin ár - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
4. maí

Monsi heim að Hlíðarenda

Það gleður okkur mikið að tilkynna það að Úlfar Páll Monsi Þórðarson er kominn heim að Hlíðarenda og hefur hann gert þriggja ára samning við Handknattleiksdeild Vals. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
24. apríl

Arnór Snær Óskarsson til Rhein-Neckar Löwen

Arnór Snær Óskarsson hefur gert tveggja ára samning við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þar mun hann hitta fyrir okkar eina sanna Ými Örn Gíslason sem varð einmitt bikarmeistari með liðinu fyrir skömmu.

Lesa meira
24. apríl

Viktor Sigurðsson semur við handknattleiksdeild Vals

Viktor Sigurðsson hefur skrifað undir 3 ára samning við Val en þessi 21 ára leikmaður kemur til liðsins frá ÍR þar sem hann er uppalinn. Viktor varð fjórði markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar á leiktíðinni með 127 mörk í 22 leikjum.

Lesa meira
14. apríl

Úrslitakeppnin í handboltanum hefst á sunnudaginn

Valsmenn mæta Haukum sunnudaginn 16. apríl í fyrsta leik 8-liða úrslitanna karla í Olís deildinni í handknattleik. Leikurinn hefst klukkan 15:00 í Origo höllinni að Hlíðarenda og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna.

Lesa meira
22. mars

European League: Göppingen vs Valur 28. mars

Valur og Göppingen mætast í seinni leik liðanna í 16. liða úrslitum Evrópukeppninnar, þriðjudagskvöldið 28. mars í EWS Arena í Göppingen. Leikurinn hefst klukkan 20:45 að staðartíma - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
13. mars

Bikarvika framundan - fjölmennum í höllina

Valskonur mæta Haukum á miðvikudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins klukkan 18:00 í Laugardalshöll. Valskonur hafa leikið afar vel í vetur og mikilvægt að Valsarar fjölmenni og styðji við bakið á okkur konum í höllinni. Miðasala á stubbinum!

Lesa meira
6. mars

Valur deildarmeistari í Olís deild karla 2023

Valur varð deildarmeistari Olís-deildar karla í handbolta síðastliðið föstudagskvöld þegar liðið bar sigurorð af Gróttu 32-21 í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Þetta er annað árið í röð sem félagið hampar þessum titli - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
15. febrúar

HSÍ velur landsliðshópa kvenna

Arnar Pétursson valdi á dögunum A-landsliðshóp sem mætir Noregi B í æfingaleikjum í undirbúningi sínum fyrir HM umspilið sem fram fer í apríl. Valur á að þessu sinni fjóra fulltrúa í hópnum en það eru þær Thea Imani Sturludóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Lilja Ágústsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir.

Lesa meira
2. febrúar

Handboltatvenna föstudaginn 3. febrúar

Það verður sannköllum handboltaveisla í Origo-höllinni föstudaginn 3. febrúar þar sem boðið verður upp á tvíhöfða í Olís deild karla og kvenna. Karlaleikurinn hefst klukkan 18:00 og kvennaleikurinn beint í kjölfarið klukkan 20:15.

Lesa meira
30. desember

Snorri Steinn framlengir til 2025

Handknattleiksdeild Vals framlengdi á dögunum samning sinn við Snorra Stein Guðjónsson sem mun stýra karla liði Vals í handbolta út tímabilið 2024-25. Sannarlega frábær endir á árinu sem hefur verið verið gríðarlega viðburðarríkt í handboltanum að Hlíðarenda.

Lesa meira
30. desember

Karlalið Vals í handbolta er lið ársins 2022

Í gær fimmtudaginn 29. desember fór fram sameiginlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ) þar sem ÍSÍ afhentar voru viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ og kjör SÍ á Íþróttamanni ársins, Liði ársins og Þjálfara ársins. Handknattleikslið Vals kjörið lið ársins.

Lesa meira
22. nóvember

European League: Valur - Flensburg í kvöld kl. 19:45

Það verður sannkölluð handboltaveisla að Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti stórliði Flensburg frá Þýskalandi klukkan 19:45 í Origo-höllinni. Dagskráin fyrir leikinn hefst klukkan 17:15 þegar Fjósið opnar og hvetjum við stuðningsmenn til að mæta tímalega.

Lesa meira
25. október

European League: Valur - FTC í kvöld kl. 18:45

Valur tekur á móti Ferencváros í fyrsta leik liðanna í M-riðli European League þegar liðin mætast í Origo-höllinni í kvöld kl. 18:45. Dagskráin hefst kl. 18:00 þar sem iðkendur geta mætt í andlitsmálningu og töframaður sýnir töfrabrögð og býr til blöðrudýr. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
18. október

Miðasala á heimaleikina í European League hafin

Þriðjudaginn 25.október hefja Valsmenn leik í Evrópukeppninni. Fyrsti andstæðingur Valsmanna er hið firnasterka lið Farencvaros frá Ungverjalandi. Stuðningsmenn geta keypt miða á leikinn sem og aðra leiki inn á tix.is

Lesa meira
27. september

Olís deild kk: Valur - KA, fimmtudag kl. 18:00

Valur tekur á móti KA þegar liðin mætast í fjórðu umferð Olís deildar karla í handknattleik fimmtudaginn 29. september. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Híðarenda og hefst hann klukkan 18:00. Miðasala er í fullum gangi inn á stubb-appinu.

Lesa meira
21. september

13 Valsstelpur í æfingahópum HSÍ

Þjálfarar yngri landsliða kvenna völdu á dögunum æfingahópa fyrir sín lið sem koma saman til æfinga á höfuðborgarsvæðinu dagana 28. september – 2. október næstkomandi - Alls 13 stelpur úr Val í hópunum.

Lesa meira
16. september

Píeta og Valur áfram hærra

Í kvöld er eins og flestir Valsarar vita tvíhöfði í handboltanum þar sem að kvennalið félagsins mætir Haukum í fyrsta deildarleik sínum klukkan 18:00. Karlaliðið mætir Herði beint í kjölfarið en um er að ræða fyrsta leik Ísfirðinganna í efstu deild karla í handknattleik.

Lesa meira