22. mars

European League: Göppingen vs Valur 28. mars

Valur og Göppingen mætast í seinni leik liðanna í 16. liða úrslitum Evrópukeppninnar, þriðjudagskvöldið 28. mars í EWS Arena í Göppingen. Leikurinn hefst klukkan 20:45 að staðartíma - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
13. mars

Bikarvika framundan - fjölmennum í höllina

Valskonur mæta Haukum á miðvikudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins klukkan 18:00 í Laugardalshöll. Valskonur hafa leikið afar vel í vetur og mikilvægt að Valsarar fjölmenni og styðji við bakið á okkur konum í höllinni. Miðasala á stubbinum!

Lesa meira
6. mars

Valur deildarmeistari í Olís deild karla 2023

Valur varð deildarmeistari Olís-deildar karla í handbolta síðastliðið föstudagskvöld þegar liðið bar sigurorð af Gróttu 32-21 í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Þetta er annað árið í röð sem félagið hampar þessum titli - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
15. febrúar

HSÍ velur landsliðshópa kvenna

Arnar Pétursson valdi á dögunum A-landsliðshóp sem mætir Noregi B í æfingaleikjum í undirbúningi sínum fyrir HM umspilið sem fram fer í apríl. Valur á að þessu sinni fjóra fulltrúa í hópnum en það eru þær Thea Imani Sturludóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Lilja Ágústsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir.

Lesa meira
2. febrúar

Handboltatvenna föstudaginn 3. febrúar

Það verður sannköllum handboltaveisla í Origo-höllinni föstudaginn 3. febrúar þar sem boðið verður upp á tvíhöfða í Olís deild karla og kvenna. Karlaleikurinn hefst klukkan 18:00 og kvennaleikurinn beint í kjölfarið klukkan 20:15.

Lesa meira
30. desember

Snorri Steinn framlengir til 2025

Handknattleiksdeild Vals framlengdi á dögunum samning sinn við Snorra Stein Guðjónsson sem mun stýra karla liði Vals í handbolta út tímabilið 2024-25. Sannarlega frábær endir á árinu sem hefur verið verið gríðarlega viðburðarríkt í handboltanum að Hlíðarenda.

Lesa meira
30. desember

Karlalið Vals í handbolta er lið ársins 2022

Í gær fimmtudaginn 29. desember fór fram sameiginlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ) þar sem ÍSÍ afhentar voru viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ og kjör SÍ á Íþróttamanni ársins, Liði ársins og Þjálfara ársins. Handknattleikslið Vals kjörið lið ársins.

Lesa meira
22. nóvember

European League: Valur - Flensburg í kvöld kl. 19:45

Það verður sannkölluð handboltaveisla að Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti stórliði Flensburg frá Þýskalandi klukkan 19:45 í Origo-höllinni. Dagskráin fyrir leikinn hefst klukkan 17:15 þegar Fjósið opnar og hvetjum við stuðningsmenn til að mæta tímalega.

Lesa meira
25. október

European League: Valur - FTC í kvöld kl. 18:45

Valur tekur á móti Ferencváros í fyrsta leik liðanna í M-riðli European League þegar liðin mætast í Origo-höllinni í kvöld kl. 18:45. Dagskráin hefst kl. 18:00 þar sem iðkendur geta mætt í andlitsmálningu og töframaður sýnir töfrabrögð og býr til blöðrudýr. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
18. október

Miðasala á heimaleikina í European League hafin

Þriðjudaginn 25.október hefja Valsmenn leik í Evrópukeppninni. Fyrsti andstæðingur Valsmanna er hið firnasterka lið Farencvaros frá Ungverjalandi. Stuðningsmenn geta keypt miða á leikinn sem og aðra leiki inn á tix.is

Lesa meira
27. september

Olís deild kk: Valur - KA, fimmtudag kl. 18:00

Valur tekur á móti KA þegar liðin mætast í fjórðu umferð Olís deildar karla í handknattleik fimmtudaginn 29. september. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Híðarenda og hefst hann klukkan 18:00. Miðasala er í fullum gangi inn á stubb-appinu.

Lesa meira
21. september

13 Valsstelpur í æfingahópum HSÍ

Þjálfarar yngri landsliða kvenna völdu á dögunum æfingahópa fyrir sín lið sem koma saman til æfinga á höfuðborgarsvæðinu dagana 28. september – 2. október næstkomandi - Alls 13 stelpur úr Val í hópunum.

Lesa meira
16. september

Píeta og Valur áfram hærra

Í kvöld er eins og flestir Valsarar vita tvíhöfði í handboltanum þar sem að kvennalið félagsins mætir Haukum í fyrsta deildarleik sínum klukkan 18:00. Karlaliðið mætir Herði beint í kjölfarið en um er að ræða fyrsta leik Ísfirðinganna í efstu deild karla í handknattleik.

Lesa meira
16. september

Handboltatvenna í kvöld og kótilettuhádegi kl. 12:00

Það verður sannkölluð handboltaveisla að Hlíðarenda í dag þar sem fyrsta tvenna vetrarins fer fram þar sem kvenna- og karlalið félagsins verða í eldlínunni. Hitað upp í hádeginu með Kótilettum í Veislusal Vals - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
9. júní

Þorvaldur Örn með U18 á EM í Svartfjallalandi

Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfarar U18 ára landslið karla í handknattleik völdu á dögunum þá 16 leikmenn sem taka þátt á EM í Svartfjallalandi dagana 2. -15. ágúst næstkomandi - Þorvaldur Örn í hópnum.

Lesa meira
9. júní

Andri og Benedikt með U20 á EM í Portúgal

Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson þjálfarar U20 ára landsliðs karla í handbolta völdu á dögum 16 leikmenn sem tka þátt á EM í Portúgal dagana 5. - 18. júlí næstkomandi - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
7. júní

Dagur, Hrafn og Höskuldur Tinni í æfingahóp U15

Haraldur Þorvarðarson og Halldór Jóhann Sigfússon þjálfarar U15 ára landsliðs karla í handknattleik völdu á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga dagana 24. 26. júní - Þrír Valsarar í hópnum, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
27. maí

Olís deild kvenna úrslit: Valur - Fram, sunnudag kl. 19:30

Kvennalið Vals í handknattleik tekur á móti Fram þegar liðin mætast í fjórðu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta klukkan 19:30 í Origo-höllinni að Hlíðarenda sunnudagskvöldið 29. maí. Miðasala sem fyrr á Stubbinum og borgarar á grillinu fyrir leik.

Lesa meira
25. maí

Olís karla úrslit: Valur - ÍBV, í kvöld kl. 19:30

Valur tekur á móti ÍBV í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta þegar liðin mætast klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda, miðasala á Stubb og hamborgarar á grillinu fyrir leik.

Lesa meira
12. maí

Fimm Valsarar í U16 hóp kvenna í handbolta

Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson, þjálfarar U-16 ára landsliðs kvenna völdu á dögunum hóp sem leikur tvo æfingaleiki gegn Færeyjum - Fimm Valsarar í hópnum, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
5. maí

Undanúrslit Olís Karla: Selfoss - Valur (0-2)

Valur heimsækir Selfyssinga í öðrum leik liðann í undanúrslitum Olís deildar karla þegar liðin mætast á Selfossi klukkan 19:30 í kvöld, fimmtudaginn 5. maí. Miðasala á leikinn er í fullum gangi inn á Stubbur appinu.

Lesa meira
11. apríl

Valur deildarmeistari í Olís deild karla 2022

Valur er deildarmeistari í Olísdeild karla eftir glæsilegan sigur á Selfyssingum í lokaumferð deildarkeppninnar í gær, sunnudaginn 10. apríl. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
11. mars

Lið Vals leika til bikarúrslita um helgina

Kvenna- og karlalið Vals í handknattleik leika um helgina til úrslita í Coca Cola bikarnum í handknattleik. Stelpurnar ríða á vaðið þegar þær mæta Fram klukkan 13:30. Strax í kjölfarið mæta strákarnir KA - Miðasala á stubbur appinu.

Lesa meira
10. mars

Coca-Cola bikar undanúrslit: Valur - ÍBV (28-20)

Handknattleikslið Vals leikur í dag til undanúrslita í Coca Cola bikar kvenna þegar liðið mætir ÍBV að Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna og styðja stelpurnar til sigurs.

Lesa meira
9. mars

Coca-Cola bikar undanúrslit: Valur - FH (37-27)

Handknattleikslið Vals leikur í dag til undanúrslita í Coca Cola bikar karla þegar liðið mætir FH-ingum að Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn hefst klukkan 18:00 í og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna og styðja strákana til sigurs.

Lesa meira