27. september
Í tilefni af íþróttaviku Evrópu ætlar Bubbi Morthens að mæta í tímann á morgun, 28. september. Við tökum létt spjall og gerum nokkrar æfingar með handlóðum. Aðallega ætlum við þó að hafa gaman saman. Smoothie í boði fyrir þátttakendur.
Lesa meira
27. september
Kvennalið Vals í handknattleik tekur á móti ÍR-ingum þegar liðin mætast í Olís deild kvenna í kvöld, miðvikudaginn 27. september. Leikurinn hefst klukkan 19:30 í Origo-höllinni að Hlíðarenda.
Lesa meira
25. september
Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U16 ára kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp stúlkna sem kemur saman til æfinga dagana 2. - 3. október næstkomandi í Miðgarði. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
20. september
Árskortin komin í sölu - tryggið ykkur kort í tíma! Stuð-, Megastuð, og Höllywoodkortin eru til sölu á Stubb. Foreldrakortin eru aðeins ætluð forráðamönnum og fara því ekki í opinbera sölu. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
14. september
Kvennalið Vals í knattspyrnu varð í gærkvöldi Íslandsmeistari eftir að Breiðablik laut í lægra haldi fyrir sameiginlegu liði Þór/KA norður á Akureyri. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
13. september
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem leikur gegn bæði Wales og Þýskalandi í Þjóðadeild UEFA. Í hópnum eru sex leikmenn Vals - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
8. september
Laugardagskvöldið 7. október verður hið stórskemmtilega Kvennakvöld Vals haldið að Hlíðarenda. Þá ætla konur sem styðja félagið okkar Val og finnst gaman að gera sér glaðan dag að hittast, gæða sér á ljúffengum mat og dansa fram eftir kvöldi.
Lesa meira
8. september
Knattspyrnufélagið Valur auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra. Við leitum að drífandi stjórnanda sem mun ásamt öflugum hópi starfsfólks og sjálfboðaliða, tryggja markvissa og metnaðarfulla starfsemi eins framsæknasta íþróttafélags landsins.
Lesa meira
8. september
Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U23 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem leikur tvo vináttuleiki gegn Marokkó. Liðið mun ferðast til Marokkó dagana 20.-26. september 2023. Æft verður á Íslandi 18. og 19. september í Miðgarði. Tveir Valsarar í hópnum - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
8. september
Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum leikmannahóp sem tekur þátt í norsku æfingamóti dagana 22.-26. september næstkomandi. Mótið fer fram í Sarpsborg þar sem liðið mætir bæði Svíþjóð og Noregi. Þrír Valsarar í hópnum - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
6. september
Þórhallur Siggeirsson landsliðsþjálfari U15 karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmenn sem koma saman til úrtaksæfinga dagana 18. - 20. september næstkomandi í Garðabæ. Tveir Valsarar í hópnu - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
17. ágúst
Skráning á haustnámskeið yngri flokka Vals opna miðvikudaginn 23. ágúst. Áætlað er að stundatöflur verðir birtar eftir helgi en beðið er eftir staðfestingu á aukatímum utan Hlíðarenda sem kemur í veg fyrir að hægt sé að birta töflurnar.
Lesa meira
17. ágúst
Skráning á haustönn í íþróttaskóla Vals opnaði í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Fyrsti tími haustannar er laugardaginn 26. ágúst. Minnum á að námskeiðið fyllist hratt og því mikilvægt að ganga frá skráningu sem fyrst. Skráning fer fram á skráningarsíðu félagsins sportabler.com/shop/valur/ithrottaskoli
Lesa meira
14. júlí
Alexander Petersson hefur skrifað undir eins árs samning við Val en hann lék síðast með MT Melsungen í Þýskalandi áður en hann tók sér svo árs frí frá handbolta. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
13. júlí
Amanda Andradóttir hefur skrifað undir hjá Val og kemur til félagsins frá Kristianstad í Svíþjóð. Amanda er ein efnilegasta knattspyrnukona landsins, fædd árið 2003 og lék með Val í yngri flokkum.
Lesa meira
10. júlí
Morgan Marie Þorkelsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið og leikur með liðinu út tímabilið 2025. Morgan þekkja allir Valsarar vel en hún er á leiðinni inn í sitt 10. tímabil með meistaraflokki Vals.
Lesa meira
5. júlí
7. flokkur kvenna hjá Val hefur verið að æfa dyggilega þrisvar sinnum í viku í vetur og fjórum sinnum yfir sumartímann. Hópurinn telur um 45 stelpur sem hafa farið á fjölda móta, þar á meðal á Akranesi og í Njarðvík. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
29. júní
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna valdi á dögunum hóp sem leikur vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki dagana 10. - 19. júlí næstkomandi.Fimm Valskonur í hópnum.
Lesa meira
24. júní
Margrét Magnúsdóttir þjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem tekur þátt í lokakeppni EM sem fer fram í Belgíu. Í hópnum eru þrír leikmenn úr meistaraflokki Vals, markmaðurinn Fanney Inga Birkisdóttir, Hildur Björk Búadóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir.
Lesa meira
23. júní
Anton Rúnarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Vals og tekur við því kefli af Óskari Bjarna Óskarsyni sem ráðinn var á dögunum aðalþjálfari meistaraflokks karla. Anton mun einnig vera annar tveggja aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki og verður þar með hluti af teymi þeirra Óskars og Björgvins.
Lesa meira
21. júní
Björgvin Páll Gústavsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og mun verða nýráðnum aðalþjálfara liðsins, Óskari Bjarna Óskarssyni, innan handa á komandi tímabili.
Lesa meira
9. júní
Hildur Björnsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Hildur mun leika með liðinu út tímabilið 2025 hið minnsta.
Lesa meira
7. júní
Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari U19 karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmenn fyrir leiki Íslands í lokakeppni EM undir 19 ára karla sem fara fram á Möltu 30. júní - 16. júlí næstkomandi. Í hópnum er Valsarinn Hlynur Freyr Karlsson.
Lesa meira
6. júní
Konur í félaginu ætla að hittast í "Happy Hour" og skála saman eftir vinnu fimmtudaginn 8. júní. Hittingurinn fer fram í Fjósinu milli klukkan 17 og 19 þar sem verður góð tónlist, frábær félagsskapur og sannkallað hamingjuverð á barnum.
Lesa meira
5. júní
Handknattleiksdeild Vals tilkynnir með stolti að Óskar Bjarni Óskarsson er nýr aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar Bjarni gerir langtíma samning við félagið og mun taka við góðu búi af Snorra Steini Guðjónssyni sem tekur nú við A-landsliði Íslands.
Lesa meira
1. júní
Þrír efnilegir knattspyrnumenn úr Val, þeir Jón Jökull Úlfarsson, Mattías Kjeld og Starkaður Jónasson voru valdir í úrvalslið grunnskólanna í Reykjavík sem hélt í nýliðinni viku til Helsinki og tók þátt í Norðurlandamóti höfuðborga.
Lesa meira
26. maí
Hafdís Renötudóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val og mun leika með liðinu út tímabilið 2025. Hafdís kemur til félagasins frá Fram en þar hefur hún leikið frá árinu 2019 að frátöldum tíma hjá Lugi árið 2020.
Lesa meira
25. maí
Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfarar U15 ára landsliðs drengja í handbolta völdu á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga helgina 2. - 4. júní næstkomandi. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
25. maí
Lovísa Thompson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Vals eða út tímabilið 2025. Lovísa fór út til Danmerkur síðasta sumar en meiðsli á hásin hafa haldið henni frá handboltavellinum bróðurpart vetrarins.
Lesa meira
24. maí
Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Björnsson þjálfarar U17 ára stúlkna í handbolta völdu á dögunum hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt í EM í Svartfjallalandi 2. - 14. ágúst. Til undirbúnings leikur liðið vináttuleiki gegn Færeyingum ytra dagana 9. - 12. júní.
Lesa meira
24. maí
Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson, þjálfarar U19 landsliðs drengja i handbolta völdu á dögunum hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt í HM í Króatíu í ágúst. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
20. maí
Kvennalið Vals í handbolta varð í dag Íslandsmeistari í handbolta eftir 23-25 sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um titilinn sem fór fram í Vestmannaeyjum. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
19. maí
Valur varð í gær Íslandsmeistari 4.flokks karla yngri eftir eins marks sigur á FH, 25-24 í æsispennandi leik sem fór fram í Úlfarsárdal þar sem úrslitadagur yngri flokka fór fram. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
16. maí
Miðasala fyrir ársmiðahafa Vals (2022-2023) og handhafa KKÍ skírteina hefst í dag, þriðjudag á Stubb klukkan 14:00. Miðasala stuðningsfólks á póstlista KKD Vals hefst sama dag klukkan 14:00. Miðasala stuðningsfólks Tindastóls fer alfarið í gegnum KKD Tindastóls.
Lesa meira
16. maí
Úrslitadagur yngri flokka í handbolta verður haldinn fimmtudaginn 18. maí í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal. Valur á þrjú lið sem spila til úrslita og ríður fjórði flokkur karla yngra ár á vaðið klukkan 10:00 þegar þeir etja kappi við FH.
Lesa meira
15. maí
Valur tekur á mót ÍBV þegar liðin mætast í annarri viðureign liðann í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna í handknattleik þriðjudaginn 16. maí. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda klukkan 18:00 (ath. breyttan leiktíma) og hvetjum við stuðningsfólk til að fjölmenna.
Lesa meira
15. maí
5. flokkur kvenna eldra ár spilaði um helgina á sínu fimmta og síðasta móti vetrarins en leikið var að Varmá og sendi Valur tvö lið til keppni. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
15. maí
Þorgils Jón Svölu Baldursson hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska félagið HF Karlskrona.Þorgils Jón eða Oggi eins og flestir þekkja hann hefur verið lykilmaður í velgengni Valsliðsins undanfarin ár - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
15. maí
Úrslitahelgi yngri flokka í körfuknattleik fór fram um helgina og átti Valur alls fimm lið í úrslitum. 10. flokkur drengja Vals varð 4. deildar meistari eftir sterkan sigur á Fylki 79-62. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.
Lesa meira
13. maí
BYKO verður einn af aðal samstarfsaðilum knattspyrnudeildar Vals til næstu þriggja ára og var samningur þess eðlis undirritaður nú fyrir skömmu. BYKO er alhliða verslunarfyrirtæki sem selur byggingavörur, heimilisvörur, innréttingar og fleira - Smelltu á fyrirsögnt til að skoða nánar.
Lesa meira