23. september

Kvennakvöld Vals 14. október

Kvennakvöld Vals verður haldið þann 14. október næstkomandi og hvetjum við Valskonur sem og aðrar konur til að tryggja sér miða í tæka tíð. Svali Björgvinsson sér um veislustjórn, Selma Björnsdóttir tekur lagið og Andrea Jóns þeytir skífum langt fram á nótt.

Lesa meira
21. september

13 Valsstelpur í æfingahópum HSÍ

Þjálfarar yngri landsliða kvenna völdu á dögunum æfingahópa fyrir sín lið sem koma saman til æfinga á höfuðborgarsvæðinu dagana 28. september – 2. október næstkomandi - Alls 13 stelpur úr Val í hópunum.

Lesa meira
16. september

Píeta og Valur áfram hærra

Í kvöld er eins og flestir Valsarar vita tvíhöfði í handboltanum þar sem að kvennalið félagsins mætir Haukum í fyrsta deildarleik sínum klukkan 18:00. Karlaliðið mætir Herði beint í kjölfarið en um er að ræða fyrsta leik Ísfirðinganna í efstu deild karla í handknattleik.

Lesa meira
16. september

Handboltatvenna í kvöld og kótilettuhádegi kl. 12:00

Það verður sannkölluð handboltaveisla að Hlíðarenda í dag þar sem fyrsta tvenna vetrarins fer fram þar sem kvenna- og karlalið félagsins verða í eldlínunni. Hitað upp í hádeginu með Kótilettum í Veislusal Vals - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
9. september

Alexander Ingi valinn í hæfileikamótun KSÍ

Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður í Hæfileikamótun N1 og KSÍ, valdi á dögunum leikmenn til æfinga í Hæfileikamótun dagana 14. – 16.september 2022. Í hópnum er Valsarinn Alexander Ingi Arnarsson - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
29. ágúst

Besta deild kk: Valur - Fram, í kvöld kl. 19:15

Valur tekur á móti Fram í 19. umferð Bestu deildar karla þegar liðin mætast á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Bendum stuðningsmönnum á að nú standa yfir framkvæmdir við heimreið, gangstíga og bílastæði að Hlíðarenda sem hefur í för með sér áhrif á aðkomu áhorfenda.

Lesa meira
27. ágúst

Kvennalið Vals Mjólkurbikareistari 2022

Kvennalið Vals í fótbolta er bikarmeistari í knattstpyrnu árið 2022 eftir 1-2 sigur á Breiðablik - Mörk Vals í leiknum gerðu þær Cyera Hintzen og Ásdís Karen Halldórsdóttir. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
20. ágúst

Sandra, Elísa, Arna og Elín valdar í landsliðið

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari A-kvenna valdi á dögunum hópinn sem mætir Belarús og Hollandi í undankeppni HM 2023. Um er að ræða tvo síðustu leikina í riðlakeppni HM - Fjórir Valsarar í hópnum, smelltu á fyrirsögnina til að skoða nánar.

Lesa meira
19. ágúst

Þrjár Valsstelpur í U19 gegn Svíþjóð og Noregi

Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U19 ára valdi á dögunum leikmannahóp sem tekur þátt í tveimur vináttuleikjum gegn heimamönnum í Svíþjóð og Noregi dagana 2. - 7. september næstkomandi. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
11. ágúst

Ólafur Flóki á reynslu hjá Torino

Ólafur Flóki Stephensen leikmaður Vals, fæddur árið 2004 er þessa dagana á reynslu hjá ítalska liðinu Torino sem leikur í Serie A. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
8. ágúst

Guðrún Hekla og Kolbrún Arna með U15 gegn Færeyjum

Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari U15 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum leikmenn sem taka þáttt í tveimur æfingjaleikjum gegn Færeyjum dagana 15. - 19. ágúst næstkomandi. Tvær Valsstelpur í hópnum - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
8. ágúst

Frábær árangur á Generation handball

Valur vann Generation Viborg Cup 2022 í flokki 15 ára stúlkna en mótinu lauk núna um helgina. Stelpurnar léku frábærlega í úrslitaleiknum á móti Vestmanna og urðu lokatölur 21-15 Val í vil. Lið Vals í 17 ára aldursflokki fóru í úrslit bæði í karla- og kvennaflokki.

Lesa meira
2. ágúst

Skráning á ágústnámskeið í fullum gangi

Skráning á ágústnámskeið í sumarstarfi Vals er í fullum gangi inn á skráningarsíðu félagsins sportabler.com/shop/valur. Í boði eru bæði handbolta- og körfuboltanámskeið en frekari upplýsingar má með því að smella á fyrirsögnina.

Lesa meira
1. júlí

Ástþór Atli og Sveinn Búi í lokahóp U20

LLeikmenn Íslandsmeistara Vals Ástþór Atli Svalason og Sveinn Búi Sveinsson hafa verið valdnir í lokahóp 20 ára landslið. Báðir hafa þeir leikið upp öll yngri landslið KKÍ - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
28. júní

Diddi hættir sem framkvæmdastjóri

Sigurður K. Pálsson (Diddi) mun hætta sem framkvæmdastjóri Vals í lok júlí. Diddi hefur verið starfsmaður Vals frá því byrjun árs 2017 og síðstu ár gengt stöðu framkvæmdastjóra.

Lesa meira
14. júní

Fimm stelpur úr Val með U19 til Finnlands

Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U-19 ára í fótbolta valdi á dögunum 20 manna hóp sem tekur þátt í tveimur vináttuleikjum gegn Finnum í Finnlandi dagana 20. - 25. júní næstkomandi - Fimm stelpur úr Val í hópnum.

Lesa meira
9. júní

Sumarstarf Vals - Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu í sumarstarf Vals inn á skráningarsíðu félagsins sportabler.com/shop/valur. Nánari upplýsingar er að finna á valur.is/sumarstarf - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
9. júní

Þorvaldur Örn með U18 á EM í Svartfjallalandi

Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfarar U18 ára landslið karla í handknattleik völdu á dögunum þá 16 leikmenn sem taka þátt á EM í Svartfjallalandi dagana 2. -15. ágúst næstkomandi - Þorvaldur Örn í hópnum.

Lesa meira
9. júní

Andri og Benedikt með U20 á EM í Portúgal

Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson þjálfarar U20 ára landsliðs karla í handbolta völdu á dögum 16 leikmenn sem tka þátt á EM í Portúgal dagana 5. - 18. júlí næstkomandi - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
7. júní

Dagur, Hrafn og Höskuldur Tinni í æfingahóp U15

Haraldur Þorvarðarson og Halldór Jóhann Sigfússon þjálfarar U15 ára landsliðs karla í handknattleik völdu á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga dagana 24. 26. júní - Þrír Valsarar í hópnum, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
1. júní

Barnabarn Ian Ross í heimsókn hjá 4. flokki

4. flokkur karla fékk góða heimsókn nýverið þegar Toby Ross, barnabarn sjálfs Ian Ross, fyrrverandi þjálfara Vals ásamt Gabe, vini hans mættu á æfingar um nokkurra daga skeið. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
27. maí

Olís deild kvenna úrslit: Valur - Fram, sunnudag kl. 19:30

Kvennalið Vals í handknattleik tekur á móti Fram þegar liðin mætast í fjórðu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta klukkan 19:30 í Origo-höllinni að Hlíðarenda sunnudagskvöldið 29. maí. Miðasala sem fyrr á Stubbinum og borgarar á grillinu fyrir leik.

Lesa meira
25. maí

Olís karla úrslit: Valur - ÍBV, í kvöld kl. 19:30

Valur tekur á móti ÍBV í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta þegar liðin mætast klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda, miðasala á Stubb og hamborgarar á grillinu fyrir leik.

Lesa meira