18. janúar

Valsblaðið 2018 komið út

70. árgangur af Valsblaðinu er kominn út og er blaðið veglegt að venju - Hægt er að nálgast blaðið á prentuðu formi í Valsheimilinu og hér á valur.is

Lesa meira
2. janúar

Dósa- og jólatrjáasöfnun Vals, 12. janúar

Laugardaginn 12. janúar munu börn og unglingar í Val ganga í hús í hverfinu og safna flöskum og dósum. Ennfremur munu þau taka á móti jólatrjám til förgunar gegn 1500 kr gjaldi. Frekari upplýsingar má finna hér í fréttinni eða á falkar.is

Lesa meira
10. desember

Jólabingó Vals: þriðudaginn 18. desember kl. 17

Það er komið að Jólabingói Vals sem verður haldið í veislusalnum á annarri hæð, þriðjudaginn 18. desember kl. 17. Fullt af flottum vinningum og mikið fjör. Við hvetjum alla til að koma og styrkja Barna- og unglingasvið Vals.

Lesa meira
29. nóvember

Jólatónleikar Valskórsins

Jólatónleikar Valskórsins laugardaginn 8. desember kl. 16.00 í Friðrikskapellu að Hlíðarenda. Fjölbreitt efnisskrá, hátíðleg og skemmtileg, íslensk og erlend aðventu- og jólalög. Hlutavelta - glæsilegir vinningar. Allir krakkar fá pakka. Þetta verður notaleg stund á aðventunni fyrir alla fjölskylduna. Aðgangseyrir kr. 2.500,- frítt fyrir 12 ára og yngri. Miðasala við innganginn á tónleika og hlutaveltu.

Lesa meira
27. nóvember

Fyrirlestraröð Vals: Betri svefn - grunnstoð heilsu

Næsti fyrirlestur í Fræðsluröð Vals verður haldinn þriðjudaginn 4. desember kl. 20 í fyrirlestrarsalnum á efri hæð. Dr. Erla Björnsdóttir mun fjalla um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu. Allir velkomnir, iðkendur, forráðamenn, þjálfarar og aðrir áhugasamir!

Lesa meira
23. nóvember

Landsliðsæfingar yngri flokka í fótbolta

Kári Daníel Alexandersson og Luis Carlos Cabrera Solys hafa verið valdir á úrtaksæfingar hjá U16 og U17 ára landsliðum í knattspyrnu. Þjálfari hópanna er Davíð Snorri Jónasson og óskum við okkar flottu fulltrúum góðs gengis á æfingunum sem fara fram í lok mánaðarins.

Lesa meira
21. nóvember

Valur-Breiðablik: Allur ágóði af miðasölu rennur til Útmeða

Næstkomandi föstudag, 23. nóvember, tekur meistaraflokkur karla á móti Breiðablik í 8. umferð Domino‘s deildarinnar. Allur ágóði af miðasölu á leikinn mun renna til Útmeða, forvarnarverkefnis Geðhjálpar og Rauða Krossins. Við hvetjum alla til að koma á völlinn og sýna verkefninu stuðning!

Lesa meira
15. nóvember

Helena Sverrisdóttir í Val

Helena Sverrisdóttir skrifaði nú í hádeginu undir samning við Val um að spila með liðinu í Dóminósdeildinni í vetur. Helena mun, auk þess sem hún spilar með meistaraflokki félagsins, koma inn í öflugt teymi þjálfara barna- og unglingasviðs félagsins.

Lesa meira