18. október

Valsheimilið lokað vegna vatnstjóns

Vegna vatnstjóns er Valsheimilið lokað í dag, fimmtudaginn 18. október. Ekki er hægt að hafa rafmagn á húsinu og því allri starfsemi aflýst í dag og þangað til annað hefur verið gefið út. kv Starfsfólk Vals

Lesa meira
16. október

Óskilamunir

Kæru foreldrar og forráðamenn, endilega kíkið við í óskilamunahornið hjá okkur. Hlutir sem hafa verið til lengri tíma verða bráðum losaðir til Rauða krossins

Lesa meira
28. september

Yngri landslið handbolta

Um helgina standa yfir æfingar hjá yngri landsliðum kvenna og U-15 liði karla. Valur á flottan hóp leikmanna í þessum liðum sem má sjá hér í frétt. Við óskum þeim góðs gengis um helgina!

Lesa meira
28. september

Úrslitastund

Valur - Keflavík á morgun á Origo-vellinum og það verður mikið um dýrðir á svæðinu! Fjósið opnar kl 12:00. Hádegismatur hjá Fálkum. Grillaður hamborgari. Knattþrautir á Friðriksvelli frá 12:00 og svo pizzuveisla og andlitsmálning fyrir yngri kynslóðina í Valsheimilinu fyrir leik.

Lesa meira
21. september

Uppskeruhátíð yngri flokka

Í vikunni fór fram uppskeruhátíð 5., 4. og 3. flokks þar sem flottu tímabili þessara flokka var fagnað. Þrennar viðurkenningar voru veittar. Sr. Friðriksbikarinn kk.: Stefán Björn Skúlason Sr. Friðriksbikarinn kvk.: Katrín Rut Kvaran Lollabikarinn: Luis Carlos Cabrera

Lesa meira
10. september

Íslandsmeistarar í 3. flokki kvk

3. flokkur kvenna í fótbolta náðu þeim glæsilega árangri að verða Íslandsmeistarar um helgina. Þjálfarar flokksins eru Þórður Jensson og Margrét Magnúsdóttir. Vel gert stelpur, til hamingju!

Lesa meira
6. september

Höfuðáverkar í íþróttum: fyrirlestur og námskeið

Þann 27. ágúst hélt Hafrún Kristjánsdóttir fyrirlestur um höfuðáverka fyrir þjálfar Vals, forráðamenn og elstu iðkendur félagsins. Í framhaldinu var skyndihjálpar námskeið fyrir yngri flokka þjálfara 4. september. Fálkar kostuðu námskeiðið. Stjórn Barna- og unglingasviðs þakkar Hafrúnu og Fálkum kærlega fyrir framlagið.

Lesa meira
5. september

Breytingar á Valsrútu

Vegna mikillar skráningar í Valsrútuna höfum við þurft að breyta tímasetningum á seinni ferð. Þetta er gert í samstarfi við frístundaheimilin og þau látin vita, endilega kynnið ykkur þessar breytingar sem má sjá nánar hér.

Lesa meira
17. ágúst

Fyrirlestur um höfuðáverka í íþróttum

Barna- og unglingaráð Vals býður til fundar þar sem Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, mun ræða um höfuðáverka í íþróttum. Fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 27. ágúst kl. 20 í Veislusalnum. Allir þjálfarar, iðkendur og forráðamenn eru hvattir til að mæta.

Lesa meira
16. ágúst

Kosning um besta leikmann á Evrópumóti U-16

Ástþór Atli Svalason, leikmaður Vals er i hópi 10 bestu leikmanna í Evrópukeppni U-16 í körfubolta. Hægt er að kjósa um besta leikmann á síðu keppninar og við hvetjum alla til að styðja við bakið á okkar manni!

Lesa meira
10. ágúst

Finnur Freyr til Vals

Finnur Freyr Stefánsson, fyrrum þjálfari Íslandsmeistara KR og aðstoðar landsliðþjálfari karla, hefur verið ráðinn sem þjálfari á barna- og unglingasviði Vals. Hann mun taka við þjálfun drengjaflokks félagsins

Lesa meira
1. ágúst

Handboltaskóli Vals, byrjar 7.ágúst

Handboltaskóli Vals hefst strax eftir Verslunarmannahelgi. Boðið verður upp á tvö námskeið, fyrra 7. - 10. ágúst og seinna 13. - 17 ágúst. Fyrir hádegi eru 6 - 11 ára og eftir hádegi 12- 15 ára. Það verður fullt af fjöri, flottir þjálfarar og gestir - hefjum veturinn með stæl!

Lesa meira