17. ágúst

Fyrirlestur um höfuðáverka í íþróttum

Barna- og unglingaráð Vals býður til fundar þar sem Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, mun ræða um höfuðáverka í íþróttum. Fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 27. ágúst kl. 20 í Veislusalnum. Allir þjálfarar, iðkendur og forráðamenn eru hvattir til að mæta.

Lesa meira
16. ágúst

Kosning um besta leikmann á Evrópumóti U-16

Ástþór Atli Svalason, leikmaður Vals er i hópi 10 bestu leikmanna í Evrópukeppni U-16 í körfubolta. Hægt er að kjósa um besta leikmann á síðu keppninar og við hvetjum alla til að styðja við bakið á okkar manni!

Lesa meira
10. ágúst

Finnur Freyr til Vals

Finnur Freyr Stefánsson, fyrrum þjálfari Íslandsmeistara KR og aðstoðar landsliðþjálfari karla, hefur verið ráðinn sem þjálfari á barna- og unglingasviði Vals. Hann mun taka við þjálfun drengjaflokks félagsins

Lesa meira
1. ágúst

Handboltaskóli Vals, byrjar 7.ágúst

Handboltaskóli Vals hefst strax eftir Verslunarmannahelgi. Boðið verður upp á tvö námskeið, fyrra 7. - 10. ágúst og seinna 13. - 17 ágúst. Fyrir hádegi eru 6 - 11 ára og eftir hádegi 12- 15 ára. Það verður fullt af fjöri, flottir þjálfarar og gestir - hefjum veturinn með stæl!

Lesa meira
25. júní

Tvær Valsstúlkur í U18

U18 ára landslið kvenna kemur saman og spilar tvo æfingaleiki við Slóvakíu í lok júlí. Valur á tvo fulltrúa í hópnum.

Lesa meira
21. júní

Sjö Valsstrákar í U18

U18 ára landslið karla mun leika á EM 18 ára landsliða í Króatíu í ágúst. Valur á sjö fulltrúa í leikmannahópi sem spilar á Nations Cup í Þýskalandi sem er undirbúningur liðsins fyrir Evrópumótið.

Lesa meira
14. júní

Bjarni og Sveinn Jose í æfingahóp U20

Bjarni Fritzson þjálfari U20 ára landsliðs karla valdi á dögunum 21 leikmann til æfinga og keppni í sumar. Liðið mun leika æfingaleiki við Frakka í Strasbourg í Frakklandi dagana 5.-8. júlí.

Lesa meira