26. maí

Hafdís semur við Handknattleiksdeild Vals

Hafdís Renötudóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val og mun leika með liðinu út tímabilið 2025. Hafdís kemur til félagasins frá Fram en þar hefur hún leikið frá árinu 2019 að frátöldum tíma hjá Lugi árið 2020.

Lesa meira
25. maí

Sjö strákar úr Val í U15 og þrír í U16

Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfarar U15 ára landsliðs drengja í handbolta völdu á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga helgina 2. - 4. júní næstkomandi. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
25. maí

Lovísa til baka í kvennalið Vals í handbolta

Lovísa Thompson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Vals eða út tímabilið 2025. Lovísa fór út til Danmerkur síðasta sumar en meiðsli á hásin hafa haldið henni frá handboltavellinum bróðurpart vetrarins.

Lesa meira
24. maí

Arna, Ásrún, Ásthildur og Guðrún Hekla valdar í U17

Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Björnsson þjálfarar U17 ára stúlkna í handbolta völdu á dögunum hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt í EM í Svartfjallalandi 2. - 14. ágúst. Til undirbúnings leikur liðið vináttuleiki gegn Færeyingum ytra dagana 9. - 12. júní.

Lesa meira
24. maí

Daníel og Þorvaldur valdir í U19 í handbolta

Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson, þjálfarar U19 landsliðs drengja i handbolta völdu á dögunum hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt í HM í Króatíu í ágúst. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
20. maí

Valur Íslandsmeistari kvenna í handbolta 2023

Kvennalið Vals í handbolta varð í dag Íslandsmeistari í handbolta eftir 23-25 sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um titilinn sem fór fram í Vestmannaeyjum. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
16. maí

Fyrirkomulag miðasölu og upplýsingar vegna oddaleiks

Miðasala fyrir ársmiðahafa Vals (2022-2023) og handhafa KKÍ skírteina hefst í dag, þriðjudag á Stubb klukkan 14:00. Miðasala stuðningsfólks á póstlista KKD Vals hefst sama dag klukkan 14:00. Miðasala stuðningsfólks Tindastóls fer alfarið í gegnum KKD Tindastóls.

Lesa meira
16. maí

Úrslitadagur yngri flokka í handbolta á fimmtudag

Úrslitadagur yngri flokka í handbolta verður haldinn fimmtudaginn 18. maí í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal. Valur á þrjú lið sem spila til úrslita og ríður fjórði flokkur karla yngra ár á vaðið klukkan 10:00 þegar þeir etja kappi við FH.

Lesa meira
15. maí

Olís deild kvenna úrslit: Valur - ÍBV þriðjudag kl. 18:00

Valur tekur á mót ÍBV þegar liðin mætast í annarri viðureign liðann í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna í handknattleik þriðjudaginn 16. maí. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda klukkan 18:00 (ath. breyttan leiktíma) og hvetjum við stuðningsfólk til að fjölmenna.

Lesa meira
15. maí

Oggi til HF Karlskrona

Þorgils Jón Svölu Baldursson hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska félagið HF Karlskrona.Þorgils Jón eða Oggi eins og flestir þekkja hann hefur verið lykilmaður í velgengni Valsliðsins undanfarin ár - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
13. maí

BYKO og Knattspyrnudeild Vals hafa gert með sér samstarfssamning

BYKO verður einn af aðal samstarfsaðilum knattspyrnudeildar Vals til næstu þriggja ára og var samningur þess eðlis undirritaður nú fyrir skömmu. BYKO er alhliða verslunarfyrirtæki sem selur byggingavörur, heimilisvörur, innréttingar og fleira - Smelltu á fyrirsögnt til að skoða nánar.

Lesa meira
11. maí

Valur - Tindastóll leikur 3: Miðasala og upplýsingar

Miðasala á Valur – Tindastóll, sem fer fram á föstudaginn 12. maí verður með aðeins öðrum hætti en áður - hér eru helstu upplýsingar. Opnað hefur verið fyrir árskortshafa Vals og fyrir handhafa KKÍ skírteina á Stubb. Tindastóll sér alfarið um miðasölu til sinna stuðningsmanna.

Lesa meira
10. maí

Knattspyrnufélagið Valur 112 ára í dag

Kæru Valsarar, fimmtudaginn 11. maí fögnum við 112 ára afmæli Vals. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði en klukkan 17:00 verður lagður blómsveigur við styttu séra Friðriks og eftir það verður boðið upp á kaffi og köku í veislusölum félagsins strax í kjölfarið.

Lesa meira
4. maí

Búið að opna skráningu í sumarstarf Vals

Búið er að opna fyrir skráningu í Sumarstarf félagsins inn á skráningasíðu félagsins sportabler.com/shop/valur. Að vanda er boðið upp á fjölbreytt námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-13 ára. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
4. maí

Valur skokk - sumarnámskeið

Komdu þér í form fyrir Reykjavíkurmaraþon - Valur skokk býður upp á þriggja mánaða sumarnámskeið frá 16. maí - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
4. maí

Monsi heim að Hlíðarenda

Það gleður okkur mikið að tilkynna það að Úlfar Páll Monsi Þórðarson er kominn heim að Hlíðarenda og hefur hann gert þriggja ára samning við Handknattleiksdeild Vals. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
28. apríl

Subway deild kv: Valur - Keflavík, leikur 4 í kvöld

Valur tekur á móti Keflvíkingum þegar liðin mætast í fjórðu viðureign liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfuknattleik. Valur leiðir einvígið 2-1 og getur með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.

Lesa meira
24. apríl

Arnór Snær Óskarsson til Rhein-Neckar Löwen

Arnór Snær Óskarsson hefur gert tveggja ára samning við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þar mun hann hitta fyrir okkar eina sanna Ými Örn Gíslason sem varð einmitt bikarmeistari með liðinu fyrir skömmu.

Lesa meira
24. apríl

Viktor Sigurðsson semur við handknattleiksdeild Vals

Viktor Sigurðsson hefur skrifað undir 3 ára samning við Val en þessi 21 ára leikmaður kemur til liðsins frá ÍR þar sem hann er uppalinn. Viktor varð fjórði markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar á leiktíðinni með 127 mörk í 22 leikjum.

Lesa meira
21. apríl

Subway deild kk: Valur - Þór Þ. í kvöld kl. 19:15

Undanúrslitaeinvígi Vals og Þórs frá Þorlákshöfn hefst í kvöld þegar liðin mætast í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og hvetjum við stuðningsmenn beggja liða til að mæta tímanlega til að forðast raðir.

Lesa meira
18. apríl

Úrslitakeppnin í körfubolta - næstu einvígi

Kvenna- og karlalið Vals í körfuknattleik eru komin áfram í næstu einvígi í úrslitakeppni Subway-deildanna í körfuknattleik. Stelpurnar leika til úrslita gegn Keflavík og er fyrsti leikur einvígisins miðvikudaginn 19. apríl.

Lesa meira
17. apríl

Meistarakeppni KSÍ: Valur - Stjarnan í kvöld kl. 19:30

Valur tekur á móti Stjörnunni í meistarakeppni KSÍ þegar liðin mætast á Origovellinum að Hlíðarenda klukkan 19:30 í kvöld. Miðasala á leikinn er í fullum gangi inn á Stubb appinu og hvetjum við stuðningsfólk til að fjölmenna á völlinn.

Lesa meira
14. apríl

Úrslitakeppnin í handboltanum hefst á sunnudaginn

Valsmenn mæta Haukum sunnudaginn 16. apríl í fyrsta leik 8-liða úrslitanna karla í Olís deildinni í handknattleik. Leikurinn hefst klukkan 15:00 í Origo höllinni að Hlíðarenda og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna.

Lesa meira
14. apríl

Besta deild kk: Valur - Breiðablik, sunnudag kl. 19:15

Valur tekur á móti Breiðablik þegar liðin mætast í 2. umferð Bestu deildar karla sunnudagskvöldið 16. apríl á Origo-vellinum að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður heljarinnar dagskrá fyrir leik. Pubquiz og pallborðsumræður í Fjósinu.

Lesa meira
13. apríl

Aðalfundur Vals 2023

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals verður á Hlíðarenda fimmtudaginn 27.apríl kl. 17.00 - Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum félagsins. Hvetjum alla félagsmenn til þess að mæta á aðalfundinn.

Lesa meira