27. maí

Olís deild kvenna úrslit: Valur - Fram, sunnudag kl. 19:30

Kvennalið Vals í handknattleik tekur á móti Fram þegar liðin mætast í fjórðu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta klukkan 19:30 í Origo-höllinni að Hlíðarenda sunnudagskvöldið 29. maí. Miðasala sem fyrr á Stubbinum og borgarar á grillinu fyrir leik.

Lesa meira
25. maí

Olís karla úrslit: Valur - ÍBV, í kvöld kl. 19:30

Valur tekur á móti ÍBV í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta þegar liðin mætast klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda, miðasala á Stubb og hamborgarar á grillinu fyrir leik.

Lesa meira
24. maí

Sumarstarf Vals - Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu í sumarstarf Vals inn á skráningarsíðu félagsins sportabler.com/shop/valur. Nánari upplýsingar er að finna á valur.is/sumarstarf - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
22. maí

3. flokkur karla Íslandsmeistari í handbolta

3.flokkur karla vann frábæran sigur á Haukum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta sem fór fram að Varmá í Mosfellsbæ. 4. flokkur kvenna mátti sætta sig við silfur sem er engu að síður frábær árangur. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
19. maí

Besta deild kv: Valur - KR í dag kl. 17:15

Valur tekur á móti KR þegar liðin mætast í 5. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og er miðasala í fullum gangi inn á Stubb.

Lesa meira
18. maí

Aðkoma og bílastæði vegna oddaleiks í kvöld

Valur tekur á móti Tindastól í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.Bílastæði við Origo-höllina eru af skornum skammti, hvetjum áhorfendur til að ganga, hjóla eða nýta sér deilihagkerfi og almenningssamgöngur. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
16. maí

Miðasala á Oddaleik Vals og Tindastóls - UPPSELT

Miðasala fyrir stuðningsfólk Vals hefst í Origo-höllinni að Hlíðarenda klukkan 12:00 í dag. Það skal ítrekað að þetta er miðasala fyrir stuðningsfólk Vals – miðasala stuðningsfólks Tindastóls er á ábyrgð Tindastóls.

Lesa meira
12. maí

Fimm Valsarar í U16 hóp kvenna í handbolta

Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson, þjálfarar U-16 ára landsliðs kvenna völdu á dögunum hóp sem leikur tvo æfingaleiki gegn Færeyjum - Fimm Valsarar í hópnum, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
12. maí

Tvíhöfði að Hlíðarenda í kvöld

Það verður sannkölluð íþróttaveisla að Hlíðarenda í dag þar sem kvennalið Vals í handbolta og karlalið körfuboltans munu standa í stórræðum. Bendum stuðningsfólki á að nota nærliggjandi bílastæði í grennd við Hlíðarenda.

Lesa meira
11. maí

Glódís María og Kolbrá Una í æfingahóp U16

Magnús Örn Helgason, landsiðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í UEFA Development Tournament. Mótið fer fram dagana 11.-18. maí í Portúgal - Tveir Valsarar í hópnum, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
11. maí

Knattspyrnufélagið Valur 111 ára í dag

Kæru Valsarar, í dag mánudaginn 11. maí fögnum við 111 ára afmæli Vals. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði en klukkan 16:00 verður lagður blómsveigur við styttu séra Friðriks - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
6. maí

Tvíhöfði að Hlíðarenda í kvöld

Það verður sannkölluð íþróttaveisla að Hlíðarenda í kvöld þar sem tvíhöfði verður i Origo-höllinni. Valur - KA/Þór í undanúrslitum handbolta kvenna og Valur - Tindastóll í úrslitum Subway deildar karla. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
5. maí

Undanúrslit Olís Karla: Selfoss - Valur (0-2)

Valur heimsækir Selfyssinga í öðrum leik liðann í undanúrslitum Olís deildar karla þegar liðin mætast á Selfossi klukkan 19:30 í kvöld, fimmtudaginn 5. maí. Miðasala á leikinn er í fullum gangi inn á Stubbur appinu.

Lesa meira
3. maí

Dagskráin í maí

Nóg er um að vera á öllum vígstöðum innan vébanda félagsins þessa dagana og á næstu þremur vikum eða svo gætu meistaraflokkslið félagsins spilað alls 24 leiki - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
2. maí

Tómas Johannessen með U16 á UEFA Development

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U16 karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmannahóp sem tekur þátt í UEFA Development - Í hópnum er Valsarinn Tómas Johannessen, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
29. apríl

Besta deild kk: Valur - KR (2-1)

Valur tekur á móti KR þegar liðin mætast í þriðju umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu klukkan 19:15 að Hlíðarenda laugardaginn 30. apríl. Miðasala á leikinn er í fullum gangi inn á Stubbur appinu

Lesa meira
29. apríl

Aðalfundur Vals 2022

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals var haldinn í hátíðarsal félagsins í gær, fimmtudaginn 28. apríl að Hlíðarenda. Nýr formaður og breytingar á aðalstjórn félagsins - Smelltu á fyrisögn til að skoða nánar.

Lesa meira
26. apríl

Subway deild kk: Þór Þ. - Valur (0-3)

Valur sækir Þór frá Þorlákshöfn heim í kvöld í þriðja leik liðannda í undanúrslitum Subway deildar karla. Boðið verður upp á rútuferð til Þorlákshafnar frá Hlíðarenda kl. 18:00 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20:15. Smelltu á fyrirsögn til að skrá þig í rútuna.

Lesa meira
26. apríl

Besta deild kv: Valur - Þróttur, í kvöld kl. 19:15

Kvennalið Vals hefur leik í Bestu deild kvenna þegar liðið tekur á móti Þrótti í fyrstu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu. Flautað verður til leiks á Origo-vellinum klukkan 19:15 í kvöld og er miðasala í fullum gangi inn á Stubbur appinu.

Lesa meira
20. apríl

Næstu leikir í öllum greinum

Það er óhætt að segja að það sé nóg um að vera á öllum vígstöðvum innan félagsins en hér að neðan er að finna næstu leiki meistaraflokkum félagsins - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
19. apríl

Besta deild kk: Valur - ÍBV (2-1)

Valur tekur á móti ÍBV þegar liðin mætast í fyrstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu klukkan 18:00 að Hlíðarenda í dag. Miðasala á leikinn er í fullum gangi inn á Stubbur appinu - Allir á völlinn!

Lesa meira
11. apríl

Árskort á heimaleiki Vals komin í sölu

Sala á árskortum Vals er komin í sölu og hvetjum við stuðningsmenn til þess að næla sér í kort og vera með okkur á heimaleikjum í sumar. Sala fer fram á þremur stöðum, á tix.is, í Stubbur appinu og á skrifstofu Vals milli 9 og 16 alla virka daga.

Lesa meira
11. apríl

Subway deild kk: Valur - Stjarnan (3-0)

Þriðji leikur í einvígi Vals og Stjörnunar í 8 liða úrslitum Subway deildar kk fer fram að Hlíðarenda í kvöld klukkan 20:15 í Origo-höllinni. Strákarnir þurfa á ykkar stuðningi að halda við að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit.

Lesa meira
11. apríl

Valur deildarmeistari í Olís deild karla 2022

Valur er deildarmeistari í Olísdeild karla eftir glæsilegan sigur á Selfyssingum í lokaumferð deildarkeppninnar í gær, sunnudaginn 10. apríl. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira