2. febrúar

Handboltatvenna föstudaginn 3. febrúar

Það verður sannköllum handboltaveisla í Origo-höllinni föstudaginn 3. febrúar þar sem boðið verður upp á tvíhöfða í Olís deild karla og kvenna. Karlaleikurinn hefst klukkan 18:00 og kvennaleikurinn beint í kjölfarið klukkan 20:15.

Lesa meira
2. febrúar

Subway deild kk: Valur - Haukar, í kvöld kl. 19:15

Valur tekur á móti Haukum þegar liðin mætast í kvöld, fimmtudaginn 2. febrúar í Subway-deild karla klukkan 19:15 í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Miðasala í fullum gangi á Stubb-appinu og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna.

Lesa meira
14. janúar

Valur bikarmeistari karla í körfuknattleik

Valur varð í dag bikarmeistari í körfuknattleik er liðið bar sigurorð af Stjörnumönnum í æsispennandi leik sem fram fór í Laugardalshöll. Mikilvægar körfur frá Kára Jónssyni og Hjálmari Sveinssyni undir lok leiks gerðu gæfumuninn. Valur landaði að lokum 6 stiga sigri 66-72

Lesa meira
12. janúar

Bikarúrslit: Stjarnan - Valur, laugardag kl. 16:15

Valur og Stjarnan mætast í úrslitum VÍS-Bikars karla í körfuknattleik klukkan 16:15 á laugardag. Af því tilefni verður blásið til bikarhátíðar að Hlíðarenda milli 14:15 og 15:15. Boðið verður upp á pizzu og andlitsmálningu fyrir iðkendur félagsins.

Lesa meira
10. janúar

Valur skokk er fyrir alla

Á nýju ári vill Valur skokk minna á starfsemi sína - Valur skokk er fyrir alla og hvetjum við áhugasama á að kíkja á æfingar hjá hópnum - Alls fjórar æfingar á viku. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
3. janúar

Jólatrjáasöfnun Vals 7. janúar

Laugardaginn 7. janúar næstkomandi munu Fálkarnir taka á móti jólatrjám til förgunar gegn 2.300 króna gjaldi. Munið að vinsamlegast tilgreinið heimilisfang í athugasemdardálknumog setjið með nánari leiðbeiningar ef þarf.

Lesa meira
2. janúar

Skráning á vorönn opnar 3. janúar og æfingar hefjast að nýju

Æfingar hjá yngri flokkum hefjast 3. jan sem og Valsrútan. Búið er að opna fyrir skráningu í rútuna og viljum við minna á að ganga þarf frá skráningu í vornámskeið - börnin færast ekki sjálfkrafa á nýtt tímabil. Skráning á vornámskeið (fót- hand- og körfubolta) opnar í hádeginu 3. janúar.

Lesa meira
31. desember

Pavel Ermolinski er íþróttamaður Vals 2022

Val á íþróttamanni Vals árið 2022 var kunngjört núna í hádeginu að viðstöddu margmenni í Veislusölum félagsins að Hlíðarenda. Sú hefð að velja íþróttamann Vals hófst árið 1992 eða fyrir 30 árum með því að Halldór Einarsson gaf bikar og kom hefðinni á.

Lesa meira
30. desember

Snorri Steinn framlengir til 2025

Handknattleiksdeild Vals framlengdi á dögunum samning sinn við Snorra Stein Guðjónsson sem mun stýra karla liði Vals í handbolta út tímabilið 2024-25. Sannarlega frábær endir á árinu sem hefur verið verið gríðarlega viðburðarríkt í handboltanum að Hlíðarenda.

Lesa meira
30. desember

Karlalið Vals í handbolta er lið ársins 2022

Í gær fimmtudaginn 29. desember fór fram sameiginlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ) þar sem ÍSÍ afhentar voru viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ og kjör SÍ á Íþróttamanni ársins, Liði ársins og Þjálfara ársins. Handknattleikslið Vals kjörið lið ársins.

Lesa meira
28. desember

Flugeldasala Vals 2022

Kæru Valsmenn nær og fjær - Árleg flugeldasala félagsins fer fram á netinu þetta árið - Hér á síðunni getur þú verslað flugelda og styrk starf Vals í leiðinni. Þú kaupir á netinu, ferð svo með kvittunina í PEP flugelda að Draghálsi 12 og færð vörurnar þínar afhentar þar.

Lesa meira
22. desember

Valsblaðið 2022 er komið út

Valsblaðið árið 2022 er komið út. Blaðið er ómetanleg heimild um starfsemi félagsins og frá árinu 1983 hefur Valsblaðið komið út árlega. Þetta er 74. tölublaðið í röðinni og er því ritstýrt undir styrkri stjórn Guðna Olgeirssonar.

Lesa meira
19. desember

Opnunartími yfir hátíðirnar - Origo Höllin

Opnunartími yfir hátíðirnar að Hlíðarenda verður takmarkaður en dagana 21.-22. desember verður gólfið í stóra sal pússað og lakkað að nýju. Opnunartíma 22. desember til 3. janúar má sjá með því að smella á fyrirsögnina.

Lesa meira
13. desember

13 Valsarar í æfingahópum KKÍ

Búið er að boða fyrstu hópa allra U15, U16 og U18 landsliða KKÍ til æfinga í lok desember. Þá verður æft ásamt því að mælingar leikmannahópa í samstarfi við HR - 13 Valsarar í hópunum, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
22. nóvember

European League: Valur - Flensburg í kvöld kl. 19:45

Það verður sannkölluð handboltaveisla að Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti stórliði Flensburg frá Þýskalandi klukkan 19:45 í Origo-höllinni. Dagskráin fyrir leikinn hefst klukkan 17:15 þegar Fjósið opnar og hvetjum við stuðningsmenn til að mæta tímalega.

Lesa meira
7. nóvember

Vinningshafar í happdrætti Herrakvölds 2022

Hér að neðan má sjá vinningsnúmer í happdrætti Herrakvölds Vals en dregið var síðastliðið föstudagskvöld. Hægt er að vitja vinninga á skrifstofu Vals. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
2. nóvember

Níu Valsarar í æfingahóp A-landsliðs kvenna

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna valdi á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga dagana 9. - 11. nóvember næstkomandi. Æfingarnar fara fram í knattspyrnuhúsinu Miðgarði í Garðabæ og eru alls 9 leikmenn úr Val í hópnum.

Lesa meira
28. október

Lokun á bílastæðum við Origo-höllina

Frá og með laugardeginum 29. október munu bílastæði við Valsheimilið loka og mun lokunin gilda í 7-10 daga. Lokunin á við um stæðin sem eru innan við spennustöðina sem er sunnan megin við Friðriksvöll eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Lesa meira
27. október

Herrakvöld Vals 2022 þann 4. nóvember

Herrakvöld Vals verður haldið venju samkvæmt föstudaginn 4. nóvember næstkomandi. Búið er að opna fyrir miðasölu á kvöldið inn á Stubb-appinu og hvetjum við herrana til að tryggja sér miða í tæka tíð - Auk þess er hægt að kaupa miða á skrifstofu félagsins.

Lesa meira
25. október

Orri Hrafn í æfingahóp U21

Davíð Snorri Jónsson þjálfari U21 landsliðs karla í knattspyrnu valdi á dögunum æfingahóp sem kemur saman til æfinga í byrjun nóvember. Orri Hrafn Kjartansson í hópnum - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
25. október

European League: Valur - FTC í kvöld kl. 18:45

Valur tekur á móti Ferencváros í fyrsta leik liðanna í M-riðli European League þegar liðin mætast í Origo-höllinni í kvöld kl. 18:45. Dagskráin hefst kl. 18:00 þar sem iðkendur geta mætt í andlitsmálningu og töframaður sýnir töfrabrögð og býr til blöðrudýr. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
18. október

Miðasala á heimaleikina í European League hafin

Þriðjudaginn 25.október hefja Valsmenn leik í Evrópukeppninni. Fyrsti andstæðingur Valsmanna er hið firnasterka lið Farencvaros frá Ungverjalandi. Stuðningsmenn geta keypt miða á leikinn sem og aðra leiki inn á tix.is

Lesa meira
17. október

Guðrún Hekla og Kolbrún Arna í æfingahóp U16

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna valdi á dögunum hóp sem kemur saman til úrtaksæfinga dagana 24. - 26. október næstkomandi og verður æft í Miðgarði, Garðabæ. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
14. október

Óskilamunir í Valsheimilinu

Búið er að raða upp óskilamunum síðustu mánaða í anddyri Valsheimilisins og eru foreldrar hvattir til að fara yfir þá ef eitthvað hefur ekki skilað sér heim í byrjun hausts.

Lesa meira
14. október

Arnar Grétarsson til Vals

Arnar Grétarsson og Knattspyrnufélagið Valur hafa gert með sér 4 ára samning og verður Arnar þjálfari meistaraflokks karla frá 1. nóvember næstkomandi. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
13. október

Haustfundur knattspyrnudeildar 2022

Haustfundur félagsins vegna kosningar í deildarstjórn knattspyrnudeildar verður haldinn í Origo höllinni að Hlíðarenda mánudaginn 24. október klukkan 17:00 - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
6. október

Útskrift hjá 2. flokki

Ungir Valsarar sem voru að klára síðasta árið sitt í 2. flokki og þar með veru sína í yngri flokkum í knattspyrnu voru boðaðir í mat og drykk í Fjósinu síðastliðinn miðvikudag. Þar var þeim þakkað fyrir samveruna og sitt framlag til yngri flokka - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
6. október

Körfuboltatvenna í kvöld að Hlíðarenda

Það verður sannkölluð körfuboltaveisla að Hlíðarenda í dag þegar fyrsta tvenna vetrarins fer fram í Origo höllinni. Kvennalið Vals ríður á vaðið þegar þær mæta ÍR-ingum klukkan 18:00. Strax í kjölfarið mætir karlaliðið Stjörnunni klukkan 20:15.

Lesa meira
5. október

Landsliðshópar yngri landsliða HSÍ í október

Þjálfarar yngri landsliða karla í handknattleik völdu á dögunum æfingahópa fyrir liðin sín en áætlað er að þau æfi á höfuðborgarsvæðinu 12. – 16. okt næstkomandi - Alls 16 strákar úr Val í hópunum. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
3. október

Körfuknattleikslið Vals meistari meistaranna

Körfuknattleikslið Vals varð í gær meistari meistaranna í körfubolta eftir hörku sigur á Stjörnunni í háspennuleik sem fór fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
1. október

Valur Íslandsmeistari kvenna annað árið í röð

Kvennalið Vals í knattspyrnu fékk í dag afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn í knattspyrnu að loknum leiks liðsins við Selfyssinga í lokaumferð Bestu deildar kvenna. "Stórkostlegur árangur hjá liðinu " sagði Pétur Péturs. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
30. september

2. flokkur karla bikarmeistari í knattspyrnu

2. flokkur karla í knattspyrnu varð í kvöld bikarmeistari í knattspyrnu eftir sigur á Keflvíkingum í framlengdum leik og bráðabana í vítaspyrnukeppni. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira