19. september

Uppskeruhátíð yngri flokka í fótbolta 2019

Uppskeruhátíð verður haldin fyrir iðkendur í fótbolta karla og kvenna fyrir tímabilið 2018-2019 þriðjudaginn 24. september klukkan 17:00. Uppskeruhátíðin er haldin fyrir bæði iðkendur og foreldra sem eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Lesa meira
16. september

Kvennakvöld Vals - 4. október 2019

Kvennakvöld Vals verður haldið föstudaginn 4. október í veislusal Vals að Hlíðarenda. Veislustjórn verður í höndum hinnar stórskemmtilegu Önnu Steinssen og fjöllistahópurinn Dj Rib, Rab & Rub mun troða upp ásamt B. Sig. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
13. september

Fyrirlestur: "Þitt líf - þín heilsa"

Laugardaginn 14. september mun fyrirlesarinn Erik Alexander Richter halda fyrirlestur í Valsheimilinu að Hlíðarenda milli kl. 11 og 14 þar sem m.a. verður fjallað um mikilvægi jafnvægis á omega 3 og omega 6 fitusýra fyrir líkamann og áhrif þeirra á bólgu- og lífsstílssjúkdóma. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
9. september

Olís deild karla: Valur - Fram, í kvöld kl. 19:30

Handboltavertíðin rúllar af stað í kvöld hjá meistaraflokki karla sem tekur á móti Frömurum í sannkölluðum Reykjavíkurslag í 1. umferð Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:30 í Origo-höllinni að Hlíðarenda og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna. Hægt er að kaupa miða á miðasöluvef Vals.

Lesa meira
3. september

Atli Eðvaldsson er látinn langt fyrir aldur fram

Atli Eðvaldsson er látinn langt fyrir aldur fram. Atli var einn ástsælasti leikmaður í sögu Vals og óhætt er að segja að fáir leikmenn hafi með hæfileikum sínum heillað íslenska knattspyrnuáhugamenn eins og Atli

Lesa meira
29. ágúst

Frank Aron Booker í Val

KKD Vals hefur gert samning við Frank Aron Booker um að leika með Val í vetur. Samningur þess efnis var undirritaður í Origo höllinni á Hlíðarenda í vikunni. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
29. ágúst

Dominique Hawkins í Val

Valur hefur samið við Dominique Hawkins um að leika með liðinu í Dominosdeildinni á komandi tímabili. Dominique er 24 ára leikstjórnandi sem hefur undanfarin 2 tímabil leikið í Rapla í Eistlandi - Smelltu á fyrirsögn til að sjá nánar.

Lesa meira
13. ágúst

Pavel Ermolinskij í Val

KKD Vals hefur gert samning við Pavel Ermolinskij um að leika með Val næstu tvö tímabil. Samingur þessa efnis var undirritaður nú í hádeginu í Origohöllinni.

Lesa meira
6. ágúst

Sigurður Dagsson kvaddur

Einn ástsælasti sonur Vals Sigurður Dagsson verður kvaddur í dag. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju og hefst athöfnin kl. 13.00.

Lesa meira
30. júlí

Lokanir í Valsheimilinu næstu daga

Vegna sumarleyfa er breyttur opnunartími fram yfir verslunarmannahelgi. Skrifstofan er lokuð frá 31. júlí og opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst. Fylgst verður með tölvupósti og hægt að senda okkur línu á valur@valur.is Húsið verður alveg lokað frá föstudeginum 2. ágúst til 6. ágúst

Lesa meira
29. júlí

Handboltaskóli Vals byrjar 6. ágúst

Handboltaskóli Vals byrjar eftir verslunarmannahelgi, þann 6. ágúst. Boðið verður uppá námskeið fyrir 6 til 15 ára og skipt eftir aldri. Frekari upplýsingar má finna hér í fréttinni. Byrjum handboltaveturinn með stæl!

Lesa meira
29. júlí

Frábær helgi á Rey Cup: 4.fl kvk B1 urðu meistarar

Flottur hópur keppenda frá Val tók þátt í Rey Cup síðustu helgina. Öll lið stóðu sig með prýði en 4. flokkur kvenna B1 varð meistari B-liða og A-lið flokksins lenti í öðru sæti eftir spennandi úrslitaleik. Til hamingju með árangurinn stelpur!

Lesa meira
27. júní

Valur auglýsir eftir körfuboltaþjálfurum

Valur auglýsir eftir körfuboltaþjálfurum til starfa með yngri flokkum félagsins. Við leitum af einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á þjálfun barna og unglinga. Smelltu á fyrirsögnina til að skoða nánar.

Lesa meira