Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari U19 karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmenn fyrir leiki Íslands í lokakeppni EM undir 19 ára karla sem fara fram á Möltu 30. júní - 16. júlí næstkomandi. Í hópnum er Valsarinn Hlynur Freyr Karlsson.
Konur í félaginu ætla að hittast í "Happy Hour" og skála saman eftir vinnu fimmtudaginn 8. júní. Hittingurinn fer fram í Fjósinu milli klukkan 17 og 19 þar sem verður góð tónlist, frábær félagsskapur og sannkallað hamingjuverð á barnum.
Handknattleiksdeild Vals tilkynnir með stolti að Óskar Bjarni Óskarsson er nýr aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar Bjarni gerir langtíma samning við félagið og mun taka við góðu búi af Snorra Steini Guðjónssyni sem tekur nú við A-landsliði Íslands.
Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs karla og mun hann láta af störfum sem aðalþjálfari karlaliðs Vals af þeim sökum. Snorra Stein þarf ekki að kynna fyrir neinum hér að Hlíðarenda. Einn af dáðustu drengjum félagsins sem tók við Valsliðinu árið 2017 eftir fjórtán farsæl ár í atvinnumennskunni
Þrír efnilegir knattspyrnumenn úr Val, þeir Jón Jökull Úlfarsson, Mattías Kjeld og Starkaður Jónasson voru valdir í úrvalslið grunnskólanna í Reykjavík sem hélt í nýliðinni viku til Helsinki og tók þátt í Norðurlandamóti höfuðborga.
Lesa meira