Margrét Lára Viðarsdóttir skrifar undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild Vals um tveggja ára samning. Ásamt því að leika með kvennaliði Vals mun Margrét koma inn í þjálfarateymi  meistaraflokks félagsins.
Endurkoma Margrétar Láru í Val er skýrt merki um upprisu kvennaknattspyrnunar í Val.
Margrét Lára Viðarsdóttir er fædd árið 1986 og kom til liðs við Val árið 2005 frá ÍBV. Hún lék með Val til 2008 og skoraði 145 mörk í 75 deildar og bikarleikjum. Þessi tölfræði talar sínu máli. Margrét Lára var valinn Íþróttamaður Vals 2006 og 2007. Margrét Lára var valinn Íþróttamaður ársins 2007.
Margrét Lára á að baki 102 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað 75 mörk, að auki hefur Margrét Lára spilað neðangreinda landsleiki með yngri landsliðum Íslands:
U-21: 13 leikir, 11 mörk
U-19: 15 leikir, 13 mörk
U-17, 15 leikir, 6 mörk
Knattspyrnudeild Vals lýsir gríðarlegri ánægju með að fá Margréti Láru aftur í raðir félagsins.
Margrét Lára er besta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt og frábær fyrirmynd fyrir allra iðkendur félagsins.

Áfram Valur
Áfram hærra