Patrekur tekur við Val

Í dag skrifaði Patrekur Jóhannesson undir tveggja ára samning við Knattspyrnufélagið Val. Patrekur tekur við þjálfun meistaraflokks karla í handbolta af Óskari Bjarna Óskarssyni sem heldur til Danmerkur í sumar.

Patrek þarf vart að kynna enda er hann margreyndur landsliðsmaður og þjálfari. Hann hefur m.a. leikið og þjálfað í þýskalandi og nú síðast lið Emsdetten. Þá er Patrekur núverandi þjálfari austuríska landsliðsins í handbolta.

Um leið og Valur þakkar Óskari frábært samstarf undanfarin ár og óskum honum velgengni á nýjum vettvangi, bjóðum við Patrek velkominn á Hlíðarenda.