Eftirmaður Pedersen fundinn - Knattspyrnudeild Vals semur við Nikolaj Hansen

Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá samningi við sóknarmanninn Nikolaj Hansen. Samningurinn gildir út leiktíðina 2016, Hansen var með lausann samning. Nikolaj Hansen er 23 ára sóknarmaður, 192 cm á hæð, fæddur í Danmörku.  Hansen spilaði með yngri liðum Benlose og Ringsted.  Á árunum 2011-15 lék Hansen með Vestsjælland og Koge, lék þá 93 leiki og skoraði 14 mörk. Hansen lék einstaklega vel með Vestsjælland árið 2015, þá skoraði hann 6 mörk í 8 leikjum. Því má sannarlega segja að Nikolaj sem ungur, upprennandi og spennandi framherji. 

Knattspyrnudeild Vals lýsir yfir ánægju með undirskrift Nikolaj Hansen. Leikmaðurinn er væntanlegur til landsins um miðjan Febrúar. Valur.is og ValurFótbolti náði tali af Nikolaj í tilefni af samning hans og hafði hann eftirfarandi að segja:

"Ég er mjög spenntur fyrir að koma til Íslands og spila í bestu deildinni þar. Valur er einn af stærstu klúbbunum á Íslandi og með langa sögu og það heillar að koma í félagið. Ég vil koma, æfa mikið, leggja mikið á mig fyrir liðið og liðsfélagana og vonandi skora mörk. Valur hefur verið með marga danska leikmenn sem er gott og ég þekki aðeins til Patrick Pedersen sem spilaði vel fyrir liðið.  Verandi hávaxinn leikmaður er ég góður í að taka á móti knettinum, halda honum og dreifa til liðsfélaga. Ég tel mig góðan skalla mann og jafnframt góðan í markteig andstæðinganna.  Ég hlakka til að koma til Íslands og byrja þetta ævintýri hér, vonandi gengur allt vel."

Fyrsta viðtal við Nikolaj Hansen þegar hann verður kominn til Íslands mun vitaskuld birtast á ValFótbolta.