Danski sóknarmaðurinn Rolf Toft skrifar undir samning við knattspyrnudeild Vals

Danski sóknarmaðurinn Rolf Glavind Toft hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild út komandi keppnistímabil. Toft er fæddur árið 1992.  Rolf Toft hefur spilað 35 leiki í Pepsi-deildinni með öðrum liðum og skorað í þeim 11 mörk. Rolf er góður knattspyrnumaður og mun án efa styrkja Valsliðið mikið í baráttu efstu liða Pepsideildarinnar á komandi tímabili auk þátttöku liðsins í Evrópukeppninni. 

Knattpyrnudeild Vals lýsir yfir ánægju með samkomulagið við Rolf Toft og býður hann velkominn í félagið.