"Valur er flottur klúbbur", Stefanía Ragnarsdóttir skrifar undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals.

Ungmennalandsliðskonan Stefanía Ragnarsdóttir, fædd árið 2000, hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals. Stefanía hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar spilað 16 meistaraflokksleiki fyrir Þrótt og skorað í þeim þrjú mörk. Stefanía, sem er miðjumaður,  á 14 U-17 landsleiki að baki og 1 U-19. Því er alveg ljóst að hér er gríðarlega efnilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér á vellinum.

Í tilefni af undirskriftinni var rætt við Stefaníu. 
"Valur er flottur klúbbur með góða aðstöðu. Mér lýst vel á Úlf og Kristínu og tel mig geta bætt mig sem leikmann undir þeirra stjórn og góðum leikmannahópnum. Mínar væntingar fyrir tímabilið er að ná góðum árangri og settum markmiðum".