Breki Hrafn, Dagur Fannar og Knútur Gauti til æfinga með U15

Maksim Akbashev hefur valið 35 drengi til æfinga með U15 ára landsliði karla í handknattleik helgina 26. - 28. maí. 

Æfingarnar fara fram á Reykjavíkursvæðinu og eru drengirnir eru allir á fæddir árið 2003.  Hópurinn er því allur á yngra ári og í honum má finna þrjá Valsara, þá Breka Hrafn Valdimarsson, Dag Fannar Möller og Knútur Gauti Eymarsson.

Valur.is óskar strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.

 Athugasemdir