4. fl. kk yngri og 3. fl. kv Íslandsmeistarar í handbolta

Handboltavertíð yngri flokkana lauk formlega í um helgina með úrslitaleikjum í öllum yngri flokkum. Við Valsfólk getum verið stolt af yngri flokka starfi félagsins þar sem við eignuðumst tvö Íslandsmeistaralið. Fyrst var það 4.flokkur karla yngri og síðan 3.flokkur kvenna. 

Árangur allra yngri flokkana er í meira lagi góður og hefur verið það síðustu ár.

- Ungmennalið Vals náði bestum árangri ungmennaliða í 1. deild karla.
- 2. flokkur karla: 3. sæti í deild, tap í úrslitum bikarsins og tap í undanúrslitum í Íslandsmótinu.
- 3. flokkur karla: 2. sæti í deild, Bikarmeistarar og tap í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með einu marki. 
- 3. flokkur kvenna: 2. sæti í deild, Íslandsmeistarar eftir sigur á KA/Þór

- 4. flokkur karla eldri: 3.sæti í deild, tap gegn Deildar, Íslands og bikarmeisturum Selfoss í undanúrslitum í Íslandsmótinu og 8-liða í bikar. Valur 2 lentu í 2. sæti í 2. deildinni og töpuðu í 8-liða úrslitum gegn Deildar, Íslands og bikarmeisturum Selfoss í 8-liða úrslitum. Valur var því með tvö lið í 8-liða úrslitum í 4.flokki eldri.

- 4. flokkur kvenna eldri: Deildarmeistarar, tap gegn Íslandsmeisturum FH í undanúrslitum.
- 4. flokkur karla yngri: 3. sæti í deild, Íslandsmeistarar eftir sigur gegn deildarmeisturum KA. Tap í framlengingu í 8-liða í bikarnum.

- 5. flokkur karla eldri: 2. sæti á Íslandsmótinu samanlagður árangur fimm móta yfir veturinn.
- 5. flokkur kvenna eldri: 4. sæti á Íslandsmótinu samanlagður árangur fimm móta yfir veturinn.
- 5. flokkur karla yngri: 9. sæti á Íslandsmótinu samanlagður árangur fimm móta yfir veturinn.
- 5. flokkur kvenna yngri: 3. sæti í Íslandsmótinu samanlagður árangur fimm móta yfir veturinn.