Alexandra, Elín, Kristín og Ragnhildur í æfingahóp U19

Kári Garðarsson þjálfari U-19 ára landsliðs kvenna í handbolta valdi á dögunum 23 stúlkur til æfinga helgina 9. - 11. júní n.k.

Æfingarnar fara fram í Reykjavík og eftir æfingahelgina verður valinn 16 manna hópur sem tekur þátt í Scandinavian Open 19. - 23. júlí í Helsingborg í Svíþjóð.

Um er að ræða sterkt mót þar sem Danmörk, Noregur og Svíþjóð spila ásamt íslenska liðinu. Í hópnum eru fjórar Valsstelpur þær Alexandra Diljá Birkisdóttir, Elín Helga Lárusdóttir, Kristín Arndís Ólafsdóttir og Ragnhildur Edda Þórðardóttir.

Valur.is óskar stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum. 

 

 Athugasemdir