Valur - FH, Oddaleikur sunnudag kl. 16:00 - Forsala hafin

Valur og FH mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta sunnudaginn 21. maí í Hafnarfirði. Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hefst hann stundvíslega klukkan 16:00. Valur.is hvetur stuðningsmenn til að fjölmenna og ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi góðs stuðnings í leik sem þessum.

Forsala miða fer fram í Valsheimilinu í dag laugardag og á morgun sunnudag. Mikilvægt er að áhorfendur mæti stundvíslega því búast má við að uppselt verði á leikinn. 

Boðið verður upp á pylsuveislu að Hlíðarenda frá klukkan 12:30 og andlitsmálningu fyrir iðkendur. Ennfremur fer rúta frá Valsheimilinu kl. 14:00 og frítt er í rútuna. Tekið skal fram að ekki verður rúta frá Kaplakrika. 

Mætum öll á morgun og styðjum strákana til sigurs sem eiga það svo sannarlega skilið eftir vasklega framgöngu í vetur! Áfram Valur!