Kristinn Freyr Sigurðsson kominn heim, skrifar undir fjögurra ára samning við knattspyrnudeild Vals

Knattpyrnumaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Vals til næstu fjögurra ára. 

Kristinn Freyr kom fyrst til Vals árið 2012, hefur spilað 117 leiki fyrir Val og skorað í þeim 30 mörk. Kristinn Freyr var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla árið 2016 þegar hann skoraði 13 mörk í 21 deildarleik.

Það eru frábærar fréttir að Kristinn Freyr er kominn heim. Athugasemdir