Þrjár Valsstúlkur til æfinga með afrekshóp HSÍ

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna valdi á dögunum 21 leikmann til æfinga með afrekshóp kvenna í handknattleik.

Hópurinn kemur til æfinga 5.-7. janúar n.k. og í hópnum eru þrír leikmenn Vals, þær Díana Dögg Magnúsdóttir, Gerður Arinbjarnar og Morgan Marie McDonald. 

Valur.is óskar stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingnum. Athugasemdir