Orri Freyr Gíslason íþróttamaður Vals 2017

Á gamlársdag fór fram venju samkvæmt kjör á Íþróttamanni Vals og er þetta í 25. skipti sem kjörið fer fram. Orri Freyr Gíslason fyrirliði Íslands- og  bikarmeistara Vals í handbolta varð fyrir valinu og er svo sannarlega vel að tiltlinum kominn.

Val á íþróttamanni Vals skipar veigamikinn sess í starfi félagsins og var ánægjulegt að sjá hversu margir lögðu leið sína að Hlíðarenda á sunnudaginn.

Auk þess að tilkynna um val á Íþróttamanni Vals voru fjórir Valsmenn heiðraðir sérstaklega fyrir góð störf fyrir félagið, þau Svanur Gestsson og hjónin Baldur Þorgilsson og Svala Þormóðsdóttir. Þá fékk Guðni Olgeirsson sérstaka viðurkenningu fyrir ritstjórn á Valsblaðinu í 15 ár.

Valskórinn sem um þessar mundir fagnar 25 ára afmæli flutti þrjú lög fyrir gesti auk þess að syngja í lokin "Valsmenn léttir lund" með viðstöddum.

Meðfygjandi myndir tók Þorsteinn Ólafs: