Sex Valsarar í U18 sem vann Sparkassen Cup

Valur átti sex leikmenn í U-18 ára landsliði Íslands sem gerði sér lítið fyrir og vann Sparkassen Cup mótið í Þýskalandi milli jóla og nýárs.

Þjálfari liðsins kemur einnig úr röðum Vals en það er hinn reynslumikli Heimir Ríkarðsson.  Þetta er fyrsti sigur Íslands á Sparkassen Cup, en okkar landslið hafa tekið þátt í mótinu síðan 1995 eða í rúm 20 ár.

Leikmennirnir á m.f. mynd eru þeir, Viktor Andri Jónsson, Arnór Snær Óskarsson, Stiven Tobar Valencia, Eiríkur Guðni Þórarinsson, Tjörvi Týr Gíslason og Tumi Steinn Rúnarsson.

Valur.is óskar strákunum og Heimi til hamingju með árangurinn.Athugasemdir