Húsfylli á fyrirlestri um markmiðssetningu íþróttamanna

Fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Valsleiðarinnar 2018 fór fram í gærkvöldi þegar Jón Halldórsson, framkvæmdastjóri KVAN og mikill Valsari fór yfir markmiðasetningu íþróttamanna.

Það var frábær mæting, fullt út úr dyrum, og Jón gaf viðstöddum fjölmörg góð ráð um hvernig hægt er að setja sér markmið á mismunandi hátt og vinna út frá þeim.

Frábær byrjun á fyrirlestraröð Valsleiðarinnar og stefnan er að halda fróðlega fyrirlestra með reglulegu millibili fyrir allt Valsfólk um sálfræði, styrktarþjálfun og næringu o.fl.

Takk fyrir komuna!