Valur deildarmeistari kvenna í handbolta

Valur varð um helgina deildarmeistari kvenna í handbolta eftir sigur á Haukum í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn. Valur stóð betur að vígi fyrir leikinn og dugði jafntefli en Haukar urðu að sigra. 

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en góður kafli í upphafi síðari hálfleiks lagði grunninn að sigri Valskvenna sem fóru að lokum með 28-22 sigur af hólmi. 

,,Agaður sókn­ar­leik­ur og góður varn­ar­leik­ur skóp sig­ur­inn" sagði Ágúst Þór þjálfari liðsins í samtali við fjölmiðla eftir leikinn. ,,Við höf­um verið í efsta sæti deild­ar­inn­ar nán­ast allt mótið. Leik­ur okk­ar hef­ur verið sá jafn­besti af þeim sem lið deild­ar­inn­ar hafa sýnt fram til þessa.  Þess vegna tel ég að ef sann­girni er til í íþrótt­um þá lýs­ir hún sér í deild­ar­meist­ara­titli okk­ar í dag"

Valur.is óskar stelpunum og aðstandendum liðsins hjartanlega til hamingju með deildarmeistaratitilinn. Athugasemdir