Fjórði flokkur karla deildarmeistarar

Strákarnir í 4.flokki yngri urðu um helgina deildarmeistarar eftir fjórtán marka sigur á Aftureldingu í gær sunnudag. Í lok leiks fengu strákarnir deildarmeistarabikarinn afhentan en liðið endaði með 30 stig af 32 mögulegum.

Valur.is óskar strákunum til hamingju með deildarmeistaratitilinn en við tekur úrslitakepnin sem hefst eftir páska.

Á myndina vantar Breka Hrafn Valdimarsson og Ísak Loga Einarsson sem eru erlendis. Á meðfylgjandi mynd má sjá liðið ásamt þjálfara flokksins sem er Arnar Daði Arnarsson.Athugasemdir