Handboltaveisla - Laugardaginn 14. apríl

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Valshöllinni að Hlíðarenda laugardaginn 14. apríl þar sem tveir hörkuleikir eru á dagskrá. 

Klukkan 16:00 mætast kvennalið Vals og Hauka í oddaleik um hvort liðið kemst í úrslitaeinvígið gegn Fram í Olís deild kvenna. 

Strax í kjölfarið mætast karlalið félaganna í fyrsta leik liðanna í 8 liðaúrslitum Olís-deildar karla. Sá leikur hefst klukkan 18:00 og hvetur valur.is stuðningsmenn til að fjölmenna. 

Búast má við góðri mætingu á leikina og því hvetjum við áhorfendur til að nýta sér nærliggjandi stæði í kringum Hlíðarenda. Athugasemdir