Raggi Nat skrifar undir hjá Val

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherjinn geðþekki, hefur skrifað undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Vals. Ragnar lék síðasta tímabil með Njarðvíkingum en tímabilið 2016 til 2017 lék Ragnar með spænsku liðunumArcos Albacete BasketogCáceres Ciudad del Baloncesto. Ragnar hóf feril sinn hjáHamrien þar var einmitt þjálfari Ágúst Björgvinsson sem er núverandi þjálfari Vals. Ragnar lék undir handleiðslu Ágústs í 4 ár. Ragnar hefur auk þess leikið með liðumÞórs ÞorlákshöfnogSundsvall Dragonsí Svíþjóð. Ragnar á að baki 38 leiki með A-landsliði Íslands og var í leikmannahópnum á Evrópumótinu í Berlín haustið 2015.

Ágúst um Ragnar: "Ragnar er frábær viðbót við góðan og skemmtilegan hóp sem við erum búnir að byggja upp síðustu tímabil. Það verður spennandi fyrir mig að vera aftur með Ragga í liðinu mínu en við náðum virkilega vel saman þegar hann lék undir minni stjórn hjá Hamri á árunum 2007 til 2011. Þá steig hann sín fyrstu skref í úrvalsdeildinni."

Ragnar: "Ég er mjög spenntur að vera kominn í Val. Það eru spennandi tímar framundan og það verður gaman að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er að eiga sér stað á Hlíðarenda þessi misserin. Það eru hörku leikmenn í þessu liði og ég hlakka til að æfa með þeim og komast í takt með þeim. Það verður gott að hafa Gústa á hliðarlínunni hann þekkir mig mjög vel og það er mörgu leyti honum að þakka að ég spila körfubolta í dag. Ágúst getur hjálpað mér að spila aftur körfubolta af heilum hug. Heilt yfir er ég viss um að ég eigi eftir að hjálpa liðinu og við komum til með að vera erfiðir andstæðingar fyrir liðin í deildinni."

Meðfylgjandi eru myndir teknar í Origo höllinni á Hlíðarenda í dag af þeim Ragga og Ágústi.