Heimsókn frá Leikskólanum Öskju

Leikskólinn Askja kíkti í heimsókn á dögunum og fékk örnámskeið í íþróttagreinunum sem stundaðar eru hjá félaginu. Óhætt er að segja að krakkarnir hafi staðið sig vel og ljóst að hér er um framtíðariðkendur félagsins að ræða.

Á meðfylgjandi myndum má sjá krakkana prófa fótbolta, körfubolta og handbolta undir handleiðslu Andra Fannars, Óskars Bjarna og Gunnari íþróttafulltrúa.