25 ÁRA VÍGSLUAFMÆLI FRIÐRIKSKAPELLU

Fimmmtudaginn 24. maí kl. 20 verður 25 ára vígsluafmælis Friðrikskapellu minnst með samkomu. Þórarinn Björnsson flytur fróðleiksmola, Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur hugvekju og karlakór KFUM syngur lög við texta Sr. Friðriks.

Kári Guðlaugsson formaður kapellustjórnar stjórnar samkomunni.

Kaffiveitingar i Fjósinu, sem formlega verður tekið i notkun daginn eftir. Samkoman i Friðrikskapellu markar upphaf fjölþættar hátíðardagskrár í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Sr. Friðriks. Fyrstu skóflustungu að Friðrikskapellu tók Davíð Oddsson borgarstjori 24. maí 1990. Vígsla kapellunar fór fram þremur árum síðar að viðstöddum forseta Íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur. Arkitekt var Nikulás Úlfar Másson. 

Friðrikskapella er sjálfseignarstofnun í eigu Karlakórsins Fóstbræðra, KFUM, Knattspyrnufélagsins Vals og Skátasambands Reykjavíkur.

Valsmenn eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt i hátíðardagskrá helgarinnar.