Auður, Olla og Ragna að gera góða hluti með U16 á Norðurlandamótinu

Valsstelpurnar Auður S. Scheving, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Ragna Guðrún Guðmundsóttir eru þessa stundina staddar á Norðurlandamóti U16 ára liða í knattspyrnu sem fer fram í Noregi. 

Ísland tapaði fyrir Svíþjóð 0-2 í fyrsta leik, en vann svo frábæran sigur gegn Þýskalandi, 2-1 þar sem Ólöf Sigríður skoraði bæði mörk Íslands. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá stelpurnar eftir sigurinn á Þýskalandi. Athugasemdir