Sumarnámskeið körfuboltaskóla Vals

 

Körfuboltaskóli Vals er fyrir áhugasama körfuboltakrakka á aldrinum 6-10 ára. Um er að ræða skemmtilegt námskeið fyrir bæði stelpur og stráka, hvort sem iðkendur eru byrjendur eða lengra komnir.

Farið verður yfir öll helstu grunnatriði körfuboltans ásamt því að að spila og fara í allskonar skemmtilega leiki. 

Frábært námskeið fyrir bæði þá sem vilja prófa nýja íþrótt og þá sem hafa æft áður og vilja nýta sumarið í að bæta sig.

 

Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6-10 ára og er kennt milli 9 og 12 virka daga.

Námskeið 4: 7. ágúst -10. ágúst (4 dagar) verð: 6.000

Námskeið 5: 13. ágúst -21. ágúst (7 dagar) verð: 9.500