Orri Sigurður Ómarsson gengur í raðir Vals á nýjan leik

Knattspyrnufélagið Valur og norska liðið Sarpsborg 08 hafa náð samkomulagi um félagaskipti Orra Sigurðar Ómarssonar. Orri kom til Vals frá AGF árið 2015 og varð strax einn af lykilleikmönnum félagsins og hefur orðið Íslands-og bikarmeistari með Val.

Sarpsborg 08 hreifst af frammistöðu Orra og keypti hann frá Val 2017 og nú kaupir Valur hann tilbaka.

Orri hefur leikið 65 leiki með Val í deild og bikar og 67 leiki með yngri landsliðum Íslands ásamt því að hafa leikið 4 Á-landsleiki.

Við bjóðum Orra velkominn á nýjan leik.