Valsblaðið 2018 komið út

70. árgangur af Valsblaðinu er kominn út og er blaðið veglegt að venju, stútfullt af fjölbreyttu efni frá félagsstarfi síðasta árs.

Hægt er að nálgast blaðið í prentuðu formi í Valsheimilinu en einnig á valur.is líkt og eldri Valsblöð frá árinu 2003.

Blaðið er um 140 síður með skýrslum frá öllum deildum félagsins með  fjölda mynda úr starfinu, viðtöl við yngri og eldri leikmenn og þjálfara í félaginu.

Ítarlegt viðtal er við Birki Má Sævarsson um viðburðaríkt ár hjá honum með Val og landsliðinu. Í blaðinu eru einnig umfjöllun um Fjósið og fjölbreytta starfsemi eftir endurvígslu og innleiðingu Sportabler nýtt iðkendakerfi.

Ritstjóri blaðsins er Guðni Olgeirsson en hann hefur séð um ritstjórn blaðsins frá 2003 og tók þá við af Þorgrími Þráinssyni sem stýrði blaðinu til fjölda ára. Ritnefnd skipa þau Hólmfríður Sigþórsdóttir, Þorsteinn Haraldsson, Ragnar Vignir og Þorsteinn Ólafs.

Knattspyrnufélagið Valur leggur mikla áherslu á að varðveita söguna í félaginu og er Valsblaðið mikilvægt framlag í því skyni, ómetanleg heimild um starfið frá ári til árs.

Smelltu hér til að lesa Valsblaðið 2018

Smelltu hér til að lesa eldri Valsblöð

Valsblaðið 2018 Forsíða.jpg