Sex Valsstúlkur til úrtaksæfinga með U19 og þrjár með U17

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 ára kvenna valdi á dögunum 24 manna hóp til úrtaksæfinga helgina 8. - 10. febrúar næstkomandi. 

Í hópnum eru sex Valsstelpur, þær Bergdís Fanney Einarsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Stefanía Ragnarsdóttir, Ísabella Anna Húbertsdóttir, Guðný Árnadóttir og Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving. 

Þá valdi Jörundur Áki Sveinsson þjálfari U17 hóp til úrtaksæfinga sömu helgi og þar eru Valsararnir Karen Guðmundsdóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Ragna Guðrún Guðmundsdóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.