Domino´s deild kvenna: Valur - Stjarnan, laugardaginn 9. feb. kl. 16:30

Valur og Stjarnan mætast í Domino´s deild kvenna í körfuknattleik, laugardaginn 9. febrúar klukkan 16:30 í Origo-höllinni að Hlíðarenda. 

Valsstúlkur hafa verið á mikilli siglingu síðustu misseri og eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig, aðeins tveimur minna en KR og Keflavík sem eru í toppsætunum.

Stjarnan er ekki langt á eftir en þær eru í fimmta sæti deildarinnar í hörku baráttu um að komast í úrslitakeppnina. 

Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina.