Geysisbikarinn (ÚRSLIT): Valur - Stjarnan, Laugardalshöll, laugardaginn 16. febrúar kl. 13:30

Valur mætir Stjörnunni í úrslitum Geysisbikarsins á morgun, laugardaginn 16. febrúar klukkan 13:30 í Laugardalshöll.

 

Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi leiksins og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna og hvetja stelpurnar til sigurs.

 

Iðkendum Vals er boðið í bikarveislu í Valsheimilinu sama dag sem hefst klukkan 11:30. Þar verður boðið upp á andlitsmálningu og Domino´s pizzu áður en haldið er í höllina.

 

Með því að kaupa miða á meðfylgjandi hlekk rennur andvirðið beint til körfuknattleiksdeildar Vals og því ákjósanlegt að sleppa við biðraðir og ganga frá kaupum hér að neðan.

 

 

Mætum í rauðu og sjáumst í höllinni!