Valur Geysisbikarmeistari árið 2019

Valur varð í dag bikarmeistari í körfuknattleik í fyrsta sinn eftir frábæran sigur á Stjörnunni í Laugardalshöll.

Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur fóru fyrir liðinu með frábærum leik en þær skoruðu samtals 50 af 90 stigum liðsins, Helena 31 en Guðbjörg 19. 

Um er að ræða fyrsta meistaratitil kvennaliðs Vals í körfubolta sem gerir það að verkum að langþráður draumur um ártal á vegg liðsins að Hlíðarenda verður að veruleika.