Luis til úrtaksæfinga með U17 liðs karla

Davíð Snorri Jónasson þjálfari U17 ára landsliðs karla í knattspyrnu valdi á dögunum 18 manna hóp til úrtaksæfinga dagana 1.  og 2. mars næstkomandi. 

Í hópnum er Valsarinn Luis Carlos Cabrera Solys og óskum við honum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum sem fara fram í á Leiknisvelli.