Final 4: Coca-Cola bikarinn: Valur - ÍBV í kvöld kl. 18:00

Bæði kvenna- og karlalið Vals í handknattleik leika til undanúrslita í Coca Cola bikarnum dagana 7. og 8. mars í næstu viku (fimmtudag og föstudag). Stelpurnar ríða á viðaði í kvöld þegar þær mæta Eyjamönnum kl. 18:00 í Laugardalshöll.

Hér að neðan má sjá hvernig fyrirkomulag miðasölu er háttað og mikilvægt að taka fram að Valur hvetur stuðningsmenn til að kaupa miða í forsölu af félaginu þar sem ágóði miðaverðs rennur beint til félagsins.

Annars vegar er hægt að kaupa miða í anddyri/skrifstofu Origo-hallarinnar að Hlíðarenda og hins vegar á sérstökum miðasöluhlekkjum sem hægt er að smella á hér að neðan.   

Undanúrslit  (Forsala í Valsheimilinu frá föstudeginum 1. mars)

Fullorðinn: Stakur miði á undanúrslitaleik Kvenna kostar 2.000 kr. 

Fullorðinn: Stakur miði á undanúrslitaleik Karla kostar 2.000 kr.

Börn: Stakur miði 500 kr.  (16 ára og yngri )

 

* Ef miði er verslaður í Origo-höllinni rennur miðaverð óskipt til Vals

**Einnig hægt að kaupa miða hér þar sem miðaverð rennur óskipt til Vals:

 

Úrslit - Laugardaginn 2. mars

Fullorðinn: Stakur miði á Úrslitaleik kvenna kostar 2.500 kr.

Fullorðinn: Stakur miði á Úrslitaleik karla kostar 2.500 kr.

Börn: Stakur miði 500 kr.  (16 ára og yngri )

 

* Ef liðin komast í úrslit verður hægt að kaupa miða í Origo-höllinni á leikdag, laugardaginn 9. mars

**Einnig hægt að kaupa miða hér þar sem miðaverð rennur óskipt til Vals:

 

Undanúrslit & Úrslit

Einnig er hægt að kaupa miða á bæði undanúrslit og úrslit, þá er kaupandi að reikna með því að liðin komist í úrslitaleikinn. Þá eru verðin sem hér segir:

  • Undanúrslit og úrslit karlaleikur: 4.000 kr.
  • Undanúrslit og úrslit kvennaleikur. 4.000 kr.

 

Ef stuðningsmenn kaupa miða í gegnum hlekkina hér að neðan rennur miðaverð óskipt til Vals.